Fallið frá ráðningarferli og Hermann fylgir Sigurði Inga Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 19:33 Hermann Sæmundsson var ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu en fylgir Sigurði Inga Jóhannssyni yfir í fjármála- og efnahagsráðuneytið og tekur við sem ráðuneytisstjóri þess. Stjórnarráðið Fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og Hermann Sæmundsson, fráfarandi ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, hafa gert með sér samkomulag um flutning Hermanns í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Staðan var auglýst þann 19. febrúar og bárust átta umsóknir um stöðuna. Þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd var skipuð til undirbúnings skipunar í embættið í samræmi við 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Með flutningi Hermanns hefur ráðherra fallið frá því ráðningarferli og nýtt sér heimild 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, til að flytja annan embættismann í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hermann tekur við stöðunni frá og með 1. maí 2024. Embættismaður hokinn af reynslu Hermann hefur 28 ára reynslu af því að starfa í Stjórnarráðinu. Hann réðist fyrst til starfa í október 1996 sem sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í félagsmálaráðuneytinu og var skipaður í embætti skrifstofustjóra í sama ráðuneyti árið 2002. Síðan þá hefur hann meðal annars starfað sem ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá 2002 til 2004 og sem fulltrúi tveggja ráðuneyta í sendiráði Íslands í Brüssel frá 2004 og 2008. Hann hefur einnig starfað sem skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Hermann var skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu í maí 2023. Hermann er fæddur árið 1965, tók stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra 1986, lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaraprófi frá Háskólanum í Árósum árið 1996 í stjórnsýslu- og stjórnmálafræði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Staðan var auglýst þann 19. febrúar og bárust átta umsóknir um stöðuna. Þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd var skipuð til undirbúnings skipunar í embættið í samræmi við 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Með flutningi Hermanns hefur ráðherra fallið frá því ráðningarferli og nýtt sér heimild 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, til að flytja annan embættismann í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hermann tekur við stöðunni frá og með 1. maí 2024. Embættismaður hokinn af reynslu Hermann hefur 28 ára reynslu af því að starfa í Stjórnarráðinu. Hann réðist fyrst til starfa í október 1996 sem sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í félagsmálaráðuneytinu og var skipaður í embætti skrifstofustjóra í sama ráðuneyti árið 2002. Síðan þá hefur hann meðal annars starfað sem ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá 2002 til 2004 og sem fulltrúi tveggja ráðuneyta í sendiráði Íslands í Brüssel frá 2004 og 2008. Hann hefur einnig starfað sem skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Hermann var skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu í maí 2023. Hermann er fæddur árið 1965, tók stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra 1986, lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaraprófi frá Háskólanum í Árósum árið 1996 í stjórnsýslu- og stjórnmálafræði.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira