Fögnum unnum sigrum og aðlögumst nýjum tímum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. maí 2024 07:30 Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar