Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert vitað um upptök eldsins.

„Við fengum útkallið rétt fyrir tvö. Þeir voru fljótir á svæðið slökkviliðið. Það er erfitt að ganga frá þessu í svona skógi,“ segir hann.
Bjarni segir að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu.
„Við erum bara að drepa í eldhreiðrum núna,“ segir Bjarni en hvetur fólk að fara afar varlega í þessari þurrkatíð.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.