„Það er hart sótt að okkar fólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 21:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki. Vísir/Bjarni Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur og var gengið niður að Ingólfstorgi þar sem fram fór fjölmennur útifundur. Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr
Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent