Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 13:33 Atli Þór Fanndal er nýjasti starfsmaður Pírata. Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira