„Ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk“ Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2024 20:50 Þróttarkonur steinlágu fyrir Söndru Maríu Jessen sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. VÍSIR/VILHELM Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Þrótti í Boganum í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og er nú komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og má til með að brosa. „Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu. Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu.
Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira