Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 12:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, í dómsal í New York. AP/Doug Mills Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03