Ísak skoraði og Dusseldorf enn í baráttunni um sæti í efstu deild Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 18:31 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty Ísak Bergmann Jóhanesson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði eitt marka Dusseldorf þegar liðið vann 3-1 sigur á Nurnberg. Þá mættust Hamburger og St. Pauli í eldheitum nágrannaslag en bæði lið eru með í toppbaráttunni. Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira