Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 14:43 Javier Milei, forseti Argentínu, er ekki þekktur fyrir að flýja af hólmi. AP/José Luis Magana Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. Þetta sagði forsetinn argentínski í yfirlýsingu sem hann birti á síðu sína á samfélagsmiðlinum X. Þar sagði hann jafnframt að ríkisstjórn Sánchez eiga þarfari hnöppum að hneppa en að gagnrýna sig og sagði Sánchez vera að steypa Spáni til glötunar með því að semja við aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Hann minntist einnig á spillingarmál sem skekið hefur Spán undanfarna daga. El País greinir frá þessu. Dómstóll í Madríd fyrirskipaði í síðustu viku rannsókn á hendur Begoñu Gómez, eiginkonu Pedro Sánchez, eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias, hreinar hendur á íslensku. Sánchez íhugaði að segja af sér embætti forsætisráðherra í kjölfar ásakananna en ákvað að lokum gera það ekki. Sósíalíski verkamannaflokkur Sánchez myndaði ríkisstjórn með aðskilnaðarflokkum í Baskalandi og Katalóníu í kjölfar síðustu þingkosninga þar í landi. Spænska ríkisstjórnin gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að hún „hafni algjörlega órökstuddum yfirlýsingum sem embætti forseta Argentínu lét falla. Þau samræmast ekki bróðurlega sambandi landanna tveggja og þjóða.“ Argentína Spánn Tengdar fréttir Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Þetta sagði forsetinn argentínski í yfirlýsingu sem hann birti á síðu sína á samfélagsmiðlinum X. Þar sagði hann jafnframt að ríkisstjórn Sánchez eiga þarfari hnöppum að hneppa en að gagnrýna sig og sagði Sánchez vera að steypa Spáni til glötunar með því að semja við aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Hann minntist einnig á spillingarmál sem skekið hefur Spán undanfarna daga. El País greinir frá þessu. Dómstóll í Madríd fyrirskipaði í síðustu viku rannsókn á hendur Begoñu Gómez, eiginkonu Pedro Sánchez, eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias, hreinar hendur á íslensku. Sánchez íhugaði að segja af sér embætti forsætisráðherra í kjölfar ásakananna en ákvað að lokum gera það ekki. Sósíalíski verkamannaflokkur Sánchez myndaði ríkisstjórn með aðskilnaðarflokkum í Baskalandi og Katalóníu í kjölfar síðustu þingkosninga þar í landi. Spænska ríkisstjórnin gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að hún „hafni algjörlega órökstuddum yfirlýsingum sem embætti forseta Argentínu lét falla. Þau samræmast ekki bróðurlega sambandi landanna tveggja og þjóða.“
Argentína Spánn Tengdar fréttir Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25
Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40