Forsetaframboð í Fellini stíl Stefán Ólafsson skrifar 4. maí 2024 15:31 Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Ríkisútvarpið Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun