Forsetaframboð í Fellini stíl Stefán Ólafsson skrifar 4. maí 2024 15:31 Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Ríkisútvarpið Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun