Ætlað að móta aðgerðir gegn ofbeldi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2024 21:06 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, sem er alsæll með nýja verkefnið en með honum á myndinni er Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, sem er líka mjög ánægð með verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Öruggara Suðurland“ er nýtt verkefni, sem lögreglan á Suðurlandi stendur fyrir í samstarfi við sveitarfélögin fjórtán á svæðinu og nokkrar stofnanir, en tilgangurinn er að móta aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurlandi. Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent