Hafi orðið fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 15:59 Halla Hrund segir ólíka aðila hafa komið sínu sterkt á framfæri á meðan hún gegndi embætti orkumálastjóra. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi var enn og aftur innt eftir svari við því hvort ráðherrar hafi beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóri. Hún vék sér frá beinu svari og sagði að það væri ekki hlutverk forseta að útlista einstaka samræður. Þó sagði hún að ólíkir aðilar úr stjórnmálum, viðskiptalífinu og hagaðilasamtökum hafi eðlilega komið sínu á framfæri við sig. Halla Hrund var spurð í Pallborðinu hvort það skipti máli hvaða afstöðu forseti tæki á hinum og þessum málum. Það kom til tals að margir viti ekki almennilega fyrir hvað Halla Hrund stendur þrátt fyrir mikla fylgisaukningu nýverið. Klippa: „Ég varð fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum“ „Auðvitað er forsetakjör mjög persónulegt að því leyti að þú ert í rauninni að stíga fram sem manneskja og fólk hefur eðlilega hugsanir og vill fá að vita um þín gildi, sýn og annað,“ sagði Halla. Halla sagði mikilvægt að koma heiðarlega fram og kynnast kjósendum landsins en að embætti forseta Íslands væri þó ekki pólitískt embætti. Því væri ákveðin fjarlægð frá einstaka málefnum nauðsynleg. „Eðlilega er fólk að spyrja á fundum um einstaka afstöður. Þar finnst mér mikilvægt að koma fram af heilindum og deila með fólki hvaða sýn ég hef á ólíka hluti en takandi það fram að forsetaembættið er ekki embætti sem vinnur í pólitík. forseti þarf að hafa fjarlægð frá pólitískri umræðu. Hann er ekki að stíga inn í einstaka mál,“ segir Halla. Þrýstingur frá ráðherrum Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Halla Hrund tók þátt í kappræðum Heimildarinnar. Halla var þráspurð um hvort stjórnmálamenn hefðu beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóra og sérstaklega vísað til orkumálaráðherra. Helgi Seljan, annar þáttastjórnenda, endurtók spurninguna fimm sinnum án þess að Halla hafi svara spurningunni beint. Af hverju viltu ekki svara þessu? „Auðvitað er það þannig að í öllum stórum embættum þar sem eru margir hagsmunir undir að það er eðlilegt að það séu stórir og ólíkir hagsmunir sem takast á. Aðilar sem eru í slíkum embættum þurfa að geta tekið á móti þeim hagsmunum, hlustað á þá og tekið síðan ákvarðanir í samræmi við lög og annað. Það er þannig sem ég hef unnið sem orkumálastjóri,“ sagði Halla. Hún var þá aftur innt eftir beinu svari en sagði að henni fyndist þetta ekki vera spurning þar sem maður útlistaði hvað þessi sagði og hinn. Það væri ekki hlutverk slíks embættis. „Ólíkir aðilar úr stjórnmálum, ólíkir aðilar úr viðskiptalífi, ólíkir aðilar úr hagaðilasamtökum og öðru eðlilega koma sínum málum sterkt á framfæri. Það gerist akkúrat þegar mikið er undir. Þess vegna mun þessi reynsla nýtast mér ákaflega vel í samhengi við embætti forseta Íslands. Þar sem að getur reynt á nákvæmlega sömu þætti,“ sagði Halla loks. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Orkumál Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. 4. maí 2024 12:10 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Halla Hrund var spurð í Pallborðinu hvort það skipti máli hvaða afstöðu forseti tæki á hinum og þessum málum. Það kom til tals að margir viti ekki almennilega fyrir hvað Halla Hrund stendur þrátt fyrir mikla fylgisaukningu nýverið. Klippa: „Ég varð fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum“ „Auðvitað er forsetakjör mjög persónulegt að því leyti að þú ert í rauninni að stíga fram sem manneskja og fólk hefur eðlilega hugsanir og vill fá að vita um þín gildi, sýn og annað,“ sagði Halla. Halla sagði mikilvægt að koma heiðarlega fram og kynnast kjósendum landsins en að embætti forseta Íslands væri þó ekki pólitískt embætti. Því væri ákveðin fjarlægð frá einstaka málefnum nauðsynleg. „Eðlilega er fólk að spyrja á fundum um einstaka afstöður. Þar finnst mér mikilvægt að koma fram af heilindum og deila með fólki hvaða sýn ég hef á ólíka hluti en takandi það fram að forsetaembættið er ekki embætti sem vinnur í pólitík. forseti þarf að hafa fjarlægð frá pólitískri umræðu. Hann er ekki að stíga inn í einstaka mál,“ segir Halla. Þrýstingur frá ráðherrum Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Halla Hrund tók þátt í kappræðum Heimildarinnar. Halla var þráspurð um hvort stjórnmálamenn hefðu beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóra og sérstaklega vísað til orkumálaráðherra. Helgi Seljan, annar þáttastjórnenda, endurtók spurninguna fimm sinnum án þess að Halla hafi svara spurningunni beint. Af hverju viltu ekki svara þessu? „Auðvitað er það þannig að í öllum stórum embættum þar sem eru margir hagsmunir undir að það er eðlilegt að það séu stórir og ólíkir hagsmunir sem takast á. Aðilar sem eru í slíkum embættum þurfa að geta tekið á móti þeim hagsmunum, hlustað á þá og tekið síðan ákvarðanir í samræmi við lög og annað. Það er þannig sem ég hef unnið sem orkumálastjóri,“ sagði Halla. Hún var þá aftur innt eftir beinu svari en sagði að henni fyndist þetta ekki vera spurning þar sem maður útlistaði hvað þessi sagði og hinn. Það væri ekki hlutverk slíks embættis. „Ólíkir aðilar úr stjórnmálum, ólíkir aðilar úr viðskiptalífi, ólíkir aðilar úr hagaðilasamtökum og öðru eðlilega koma sínum málum sterkt á framfæri. Það gerist akkúrat þegar mikið er undir. Þess vegna mun þessi reynsla nýtast mér ákaflega vel í samhengi við embætti forseta Íslands. Þar sem að getur reynt á nákvæmlega sömu þætti,“ sagði Halla loks.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Orkumál Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. 4. maí 2024 12:10 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00
Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. 4. maí 2024 12:10
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent