„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“ Árni Gísli Magnússon skrifar 5. maí 2024 20:05 KR hefur ekki unnið síðan í 2. umferð. vísir/anton brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. „Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“ Besta deild karla KR KA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
„Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“
Besta deild karla KR KA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira