Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 08:01 Guy Smit fórnaði höndum eftir að hafa fengið seinna gula spjaldið sitt fyrir að tefja, að mati dómarans, og þar með rautt. Stöð 2 Sport Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. Smit fékk tvö gul spjöld á aðeins um mínútu kafla, og þar með rautt spjald, þegar enn voru tæpar tuttugu mínútur til leiksloka og KR 1-0 yfir. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Fyrra spjaldið fékk Smit fyrir misheppnaða ferð út úr vítateignum, þegar hann braut á Ásgeiri Sigurgeirssyni. KA-menn voru furðu lostnir yfir því að Smit skyldi ekki strax þá fá rauða spjaldið, því Ásgeir hefði getað komist að markmannslausu marki KR, en dómarinn Twana Khalid Ahmed lét gula spjaldið nægja. Það dugði þó Smit og KR-ingum skammt því mínútu síðar fékk Smit seinna gula spjaldið sitt, fyrir að tefja. Það vakti ekki síður furðu því Smit virtist ekki taka neitt óvenjulega langan tíma í að taka markspyrnu sína. Hann varð engu að síður að sætta sig við brottrekstur eins og sjá má hér að ofan. Ásgeir tryggði KA stig og Steinþór varði víti KA-menn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin á 77. mínútu. Það var Atli Sigurjónsson sem hafði komið KR yfir strax á 3. mínútu leiksins, og hann fékk skömmu síðar vítaspyrnu en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Eftir fimm umferðir er KA enn án sigurs, með tvö stig í næstneðsta sæti, en KR er með sjö stig í 6. sæti og gæti misst Val upp fyrir sig í kvöld þegar Breiðablik og Valur mætast í lokaleik 5. umferðarinnar. Besta deild karla KR KA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Smit fékk tvö gul spjöld á aðeins um mínútu kafla, og þar með rautt spjald, þegar enn voru tæpar tuttugu mínútur til leiksloka og KR 1-0 yfir. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Fyrra spjaldið fékk Smit fyrir misheppnaða ferð út úr vítateignum, þegar hann braut á Ásgeiri Sigurgeirssyni. KA-menn voru furðu lostnir yfir því að Smit skyldi ekki strax þá fá rauða spjaldið, því Ásgeir hefði getað komist að markmannslausu marki KR, en dómarinn Twana Khalid Ahmed lét gula spjaldið nægja. Það dugði þó Smit og KR-ingum skammt því mínútu síðar fékk Smit seinna gula spjaldið sitt, fyrir að tefja. Það vakti ekki síður furðu því Smit virtist ekki taka neitt óvenjulega langan tíma í að taka markspyrnu sína. Hann varð engu að síður að sætta sig við brottrekstur eins og sjá má hér að ofan. Ásgeir tryggði KA stig og Steinþór varði víti KA-menn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin á 77. mínútu. Það var Atli Sigurjónsson sem hafði komið KR yfir strax á 3. mínútu leiksins, og hann fékk skömmu síðar vítaspyrnu en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Eftir fimm umferðir er KA enn án sigurs, með tvö stig í næstneðsta sæti, en KR er með sjö stig í 6. sæti og gæti misst Val upp fyrir sig í kvöld þegar Breiðablik og Valur mætast í lokaleik 5. umferðarinnar.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira