Endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir síðustu pylsuna Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 22:13 Óskar Mikael pylsusali í hlutverki Jesú Krists. Vísir/Arnar Nemendur við Listaháskóla Íslands ráku endahnút á áralanga hefð í dag. Þá fengu þau sér sína hundruðustu, og jafnframt síðustu, pylsu sem nemendur skólans. Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists. Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists.
Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira