Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 21:55 B5 í búningi Bankastræti Club, þegar hann var og hét. Vísir/Vilhelm Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. Þetta kemur fram í Facebook færslu sem Sverrir Einar Eiríksson eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, birti í dag. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ kemur fram í færslunni. „B5 er mesta fjör sem hann hefur nokkurn tímann komið að. En allt hefur sinn tíma,“ segir Sverrir Einar í samtali við fréttastofu. Hann segir þetta gert til þess að kröftum rekstraraðila sé ekki dreift um og of. Stefnt sé á áframhaldandi gleði og gott gengi á Exit sem notið hefur gríðarlegra vinsælda í skemmtanalífi bæjarins. Reksturinn verið þungur Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Um skeið hét staðurinn þó einungis B, meðan hann var undir rekstri Sverris. Það var vegna þess að leyfi fyrir vörumerkinu B5, sem er skráð í eigu KG ehf., var ekki fyrir hendi. Áður en málið hafði verið útkljáð fyrir dómi ákvað Sverrir Einar að láta slag standa og halda „B5“ nafninu. Á föstudaginn fyrir rúmri viku innsiglaði lögregla húsnæði B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar að beiðni Skattsins og var Sverrir Einar handtekinn vegna gruns um að hafa rofið innsiglin á Exit. Sama dag sendi hann Vísi tilkynningu þar sem hann sagði rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Sverrir Einar segir dyrnar að Exit og Nýju vínbúðinni hafa verið opnaðar að fullu á mánudagsmorgunn, tæpum þremur sólarhringum eftir lokunina. „Skatturinn baðst afsökunar. Þetta var algjör feill,“ segir Sverrir og bendir á að B5 hafi verið lokaður um skeið þegar lögregla innsiglaði staðinn fyrir rúmri viku. Í október á síðasta ári afturkallaði sýslumaður starfsleyfi B5, sem þá hét B í kjölfar deilna um notkun vörumerkisins B5. Áður hafði lögregla haft afskipti af Sverri og rekstri staðarins í september, þegar Sverrir var leiddur í járnum. Fram kom að sýslumanni hafi meðal annars borist ítrekaðar tilkynningar frá lögreglu um gesti undir lögaldri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli 15. janúar 2024 11:07 B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu sem Sverrir Einar Eiríksson eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, birti í dag. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ kemur fram í færslunni. „B5 er mesta fjör sem hann hefur nokkurn tímann komið að. En allt hefur sinn tíma,“ segir Sverrir Einar í samtali við fréttastofu. Hann segir þetta gert til þess að kröftum rekstraraðila sé ekki dreift um og of. Stefnt sé á áframhaldandi gleði og gott gengi á Exit sem notið hefur gríðarlegra vinsælda í skemmtanalífi bæjarins. Reksturinn verið þungur Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Um skeið hét staðurinn þó einungis B, meðan hann var undir rekstri Sverris. Það var vegna þess að leyfi fyrir vörumerkinu B5, sem er skráð í eigu KG ehf., var ekki fyrir hendi. Áður en málið hafði verið útkljáð fyrir dómi ákvað Sverrir Einar að láta slag standa og halda „B5“ nafninu. Á föstudaginn fyrir rúmri viku innsiglaði lögregla húsnæði B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar að beiðni Skattsins og var Sverrir Einar handtekinn vegna gruns um að hafa rofið innsiglin á Exit. Sama dag sendi hann Vísi tilkynningu þar sem hann sagði rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Sverrir Einar segir dyrnar að Exit og Nýju vínbúðinni hafa verið opnaðar að fullu á mánudagsmorgunn, tæpum þremur sólarhringum eftir lokunina. „Skatturinn baðst afsökunar. Þetta var algjör feill,“ segir Sverrir og bendir á að B5 hafi verið lokaður um skeið þegar lögregla innsiglaði staðinn fyrir rúmri viku. Í október á síðasta ári afturkallaði sýslumaður starfsleyfi B5, sem þá hét B í kjölfar deilna um notkun vörumerkisins B5. Áður hafði lögregla haft afskipti af Sverri og rekstri staðarins í september, þegar Sverrir var leiddur í járnum. Fram kom að sýslumanni hafi meðal annars borist ítrekaðar tilkynningar frá lögreglu um gesti undir lögaldri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli 15. janúar 2024 11:07 B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24
Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli 15. janúar 2024 11:07
B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26