„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Þorleifur Ólafsson fer svekktur í sumarfrí löngu á undan áætlun. Nú tekur við vinna við að finna heimavöll næsta tímabil. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. „Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira