Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2024 13:01 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að skilyrði hafi skapast fyrir vaxta lækkun. Vísir/Einar Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. Seðlabanki Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun sína á morgun. Verðbólga hefur hjaðnað þó nokkuð síðustu mánuði og er nú sex prósent en var sex komma átta prósentustig í síðasta mánuði. Þetta er þó enn langt frá verðbólguviðmiði Seðlabankans sem er tvö og hálft prósent. Bankarnir spá því að ákveðið verði að halda óbreyttum vöxtum eða 9.25 prósentum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bindur hins vegar vonir við að vextir lækki á morgun. „Það er augljóst að við vonumst til þess að með hjaðnandi verðbólgu skapist skilyrði fyrir vaxtalækkun. Við erum með mjög hátt vaxtastig í landinu í dag. Heimilin eru t.d. í óverðtryggðum húsnæðislánum að greiða ellefu prósent vexti sem eru tryggðir með fyrsta veðrétti í fasteign. Þetta eru mjög háir vextir meðan verðbólgan er aðeins að gefa eftir,“ segir Bjarni. Varar við því að verðbólga gefi of mikið eftir Bjarni varar við því að verðbólga hjaðni of mikið. „Við þurfum að gæta okkar á því að hún fari ekki alla leið niður vegna þess að það er mjög mikill sláttur í íslenska hagkerfinu og atvinnustigið er hátt. Þá erum við auðvitað að styðja við allt það sem getur dregið úr verðbólgu í landinu til þess að verðbólga minnki. En Seðlabankinn verður að meta það hvort skilyrði séu fyrir vaxtalækkun,“ segir hann. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun sína á morgun. Verðbólga hefur hjaðnað þó nokkuð síðustu mánuði og er nú sex prósent en var sex komma átta prósentustig í síðasta mánuði. Þetta er þó enn langt frá verðbólguviðmiði Seðlabankans sem er tvö og hálft prósent. Bankarnir spá því að ákveðið verði að halda óbreyttum vöxtum eða 9.25 prósentum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bindur hins vegar vonir við að vextir lækki á morgun. „Það er augljóst að við vonumst til þess að með hjaðnandi verðbólgu skapist skilyrði fyrir vaxtalækkun. Við erum með mjög hátt vaxtastig í landinu í dag. Heimilin eru t.d. í óverðtryggðum húsnæðislánum að greiða ellefu prósent vexti sem eru tryggðir með fyrsta veðrétti í fasteign. Þetta eru mjög háir vextir meðan verðbólgan er aðeins að gefa eftir,“ segir Bjarni. Varar við því að verðbólga gefi of mikið eftir Bjarni varar við því að verðbólga hjaðni of mikið. „Við þurfum að gæta okkar á því að hún fari ekki alla leið niður vegna þess að það er mjög mikill sláttur í íslenska hagkerfinu og atvinnustigið er hátt. Þá erum við auðvitað að styðja við allt það sem getur dregið úr verðbólgu í landinu til þess að verðbólga minnki. En Seðlabankinn verður að meta það hvort skilyrði séu fyrir vaxtalækkun,“ segir hann.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira