„Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. maí 2024 11:30 Fanney Ingvarsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Fanney Ingvarsdóttir er með persónulegan, afslappaðan og töff stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er fjölbreytt og breytileg. Mér finnst stíll eiga að vera eitthvað sem einkennir karakterinn og einnig dagsformið hverju sinni. Svo mér þykir mjög gaman að fylgjast með hvernig hver og einn túlkar tísku á sinn hátt. Svo auðvitað gamla klisjan sem er svo sönn, hvað hún snýst í marga hringi! Fanney segir klisjuna að tískan snýst í hringi þó bæði sanna og skemmtilega. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Þetta er spurning sem að ég hef iðulega átt í vandræðum með að svara þegar ég hef fengið hana í gegnum tíðina. Það er engin ein sem kemur fljótt upp í hugann en fallegar yfirhafnir og skór hafa átt hug minn allan í langan tíma. Fanney hefur alltaf heillast að flottum yfirhöfnum og skóm. Aðsend Það eru hlutir sem að setja alltaf punktinn yfir i-ið að mínu mati. Aukahlutir gleymast oft í þessum umræðum en sólgleraugu og skart er til dæmis eitthvað sem ég elska að pæla í og þykir gaman að poppa látlausari dress upp með. Fanney er hrifin af sólgleraugum og skarti. Aðsend Annars myndi ég líklega segja að ullarkápan mín frá Gestuz, úr Andrá Reykjavík, sé sú flík sem ég nota hvað mest yfir vetrartímann. Hún er þykk og hlý og hentar því vel yfir köldustu dagana á sama tíma og mér finnst hún guðdómlega falleg. Gestuz kápan er í miklu uppáhaldi hjá Fanneyju. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég get ekki sagt það. Ég var mun duglegri við það hér áður fyrr þegar ég hafði meiri tíma. Að koma sjálfum sér og tveimur börnum út klukkan átta á morgnanna býður ekki upp á miklar pælingar. Í dag gríp ég oftast flíkur í flýti og skelli mér í, svo ég get að einhverju leyti sagt að ég klæði mig eftir því hvernig ég fer fram úr á morgnanna. Fanney segir fatavalið oft háð því hvernig hún fer fram úr. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að hann væri töffaralegur en á sama tíma kvenlegur. Ég er löngu hætt að klæðast einhverju sem mér þykir óþægilegt en þægindi eru í miklu fyrirrúmi hjá mér. Það er eflaust hægt að flokka stílinn minn sem skandinavískan stíl, en skandinavísk tíska höfðar lang mest til mín og einnig er ég mikil „basic er best“ týpa. Ég er ekki endilega sú sem að fylgi fast í alla tískustrauma heldur tel ég mig nokkuð samkvæma sjálfri mér í tísku svona yfirleitt. Þó að auðvitað séu mörg tískutrend sem að hitta beint í mark. Fanney segist samkvæm sjálfri sér í stílnum sínum. Aðsend Svo er ég aldrei í öllu svörtu! Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ekki spurning. Þegar ég var yngri snerist líf mitt um íþróttir en ég æfði lengi handbolta og fótbolta með Stjörnunni. Á þeim tíma voru Stjörnugallarnir hvað mest notaðir. Þegar ég byrjaði í menntaskóla man ég hvað ég fór raunverulega að hafa mikinn áhuga á tísku og hef haft allar götur síðan. Tískuáhuginn kviknaði á menntaskólaárunum hjá Fanneyju og hefur fylgt henni síðan. Aðsend Svo þroskast maður (vonandi) eftir því sem maður eldist og því fylgja sterkari og betur mótaðar skoðanir. Í dag versla ég mér mun færri flíkur en ég gerði hér áður fyrr. Ég versla mér vandaðri flíkur, meiri gæði og finnst mikilvægt að flíkin sé tímalaus og hafi gott notagildi. Glæsiparið Fanney og Teitur. Fanney sækir mikið í tímalausar flíkur. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, alveg klárlega. Þó að tíminn sé ekki alltaf með mér í liði þá finnst mér alltaf gaman að klæða mig og þegar ákveðin tilefni eru framundan eyði ég auðvitað meiri tíma í að spá og spegúlera, máta og prófa hin og þessi lúkk. Fanney elskar þegar hún getur gefið sér tíma til þess að klæða sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Héðan og þaðan! Fólkinu í kringum mig og úti á götu. Ég er heppin að vera umkringd miklum fagurkerum og mér finnst gaman að sjá hvernig fólk klæðir sig. Fanney hefur gaman að því að fylgjast með tjáningarformi tískunnar og hvernig annað fólk klæðir sig. Aðsend Samfélagsmiðlar bjóða auðvitað upp á mikið aðgengi í þessum málum og auðvelt á fá góðan innblástur frá flottu fólki þar. Aðallega sæki ég minn innblástur frá nágrannalöndum okkar. Fanney sækir tískuinnblástin víða, þar á meðal frá nágrannalöndum okkar. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Örugglega fullt af þeim – en ekkert sem kemur fljótt upp í hugann. Ég er algjörlega þar að fólk eigi að klæða sig eftir því sem þeim líður best. Líkt og ég nefndi hérna fyrir ofan þá er ég aldrei í öllu svörtu. Það hefur þróast þannig mjög ómeðvitað og er ekki eitthvað sem ég hef markvisst passað upp á heldur finnst mér bara eitthvað rangt þegar ég horfi á mig í spegli í öllu svörtu. Fanney segist aldrei klæðast öllu svörtu heldur blandar hún flíkunum skemmtilega saman. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það séu ekki allir síðkjólarnir sem ég klæddist í kringum Ungfrú Ísland tímann minn fyrir mörgum árum. Það er ákveðin upplifun að klæðast slíku og sannarlega ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi. Fanney hefur gaman að síðkjólunum. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að spá í notagildi þegar þú verslar er frábært tips, að versla færri flíkur en velja vandaðar flíkur sem að standast tímans tönn. Svo það að vera samkvæmur sjálfum sér, ekki vera markvisst að reyna að fylgja einhverjum straumum. Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn. Að brosa og vera með gott sjálfstraust er lang besta dressið sem þú getur klæðst! Fanney segir mikilvægast að líða vel í eigin skinni. Aðsend Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31 Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopapeysan í uppáhaldi Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. apríl 2024 11:30 „Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. apríl 2024 11:30 „Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Fanney Ingvarsdóttir er með persónulegan, afslappaðan og töff stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er fjölbreytt og breytileg. Mér finnst stíll eiga að vera eitthvað sem einkennir karakterinn og einnig dagsformið hverju sinni. Svo mér þykir mjög gaman að fylgjast með hvernig hver og einn túlkar tísku á sinn hátt. Svo auðvitað gamla klisjan sem er svo sönn, hvað hún snýst í marga hringi! Fanney segir klisjuna að tískan snýst í hringi þó bæði sanna og skemmtilega. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Þetta er spurning sem að ég hef iðulega átt í vandræðum með að svara þegar ég hef fengið hana í gegnum tíðina. Það er engin ein sem kemur fljótt upp í hugann en fallegar yfirhafnir og skór hafa átt hug minn allan í langan tíma. Fanney hefur alltaf heillast að flottum yfirhöfnum og skóm. Aðsend Það eru hlutir sem að setja alltaf punktinn yfir i-ið að mínu mati. Aukahlutir gleymast oft í þessum umræðum en sólgleraugu og skart er til dæmis eitthvað sem ég elska að pæla í og þykir gaman að poppa látlausari dress upp með. Fanney er hrifin af sólgleraugum og skarti. Aðsend Annars myndi ég líklega segja að ullarkápan mín frá Gestuz, úr Andrá Reykjavík, sé sú flík sem ég nota hvað mest yfir vetrartímann. Hún er þykk og hlý og hentar því vel yfir köldustu dagana á sama tíma og mér finnst hún guðdómlega falleg. Gestuz kápan er í miklu uppáhaldi hjá Fanneyju. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég get ekki sagt það. Ég var mun duglegri við það hér áður fyrr þegar ég hafði meiri tíma. Að koma sjálfum sér og tveimur börnum út klukkan átta á morgnanna býður ekki upp á miklar pælingar. Í dag gríp ég oftast flíkur í flýti og skelli mér í, svo ég get að einhverju leyti sagt að ég klæði mig eftir því hvernig ég fer fram úr á morgnanna. Fanney segir fatavalið oft háð því hvernig hún fer fram úr. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að hann væri töffaralegur en á sama tíma kvenlegur. Ég er löngu hætt að klæðast einhverju sem mér þykir óþægilegt en þægindi eru í miklu fyrirrúmi hjá mér. Það er eflaust hægt að flokka stílinn minn sem skandinavískan stíl, en skandinavísk tíska höfðar lang mest til mín og einnig er ég mikil „basic er best“ týpa. Ég er ekki endilega sú sem að fylgi fast í alla tískustrauma heldur tel ég mig nokkuð samkvæma sjálfri mér í tísku svona yfirleitt. Þó að auðvitað séu mörg tískutrend sem að hitta beint í mark. Fanney segist samkvæm sjálfri sér í stílnum sínum. Aðsend Svo er ég aldrei í öllu svörtu! Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ekki spurning. Þegar ég var yngri snerist líf mitt um íþróttir en ég æfði lengi handbolta og fótbolta með Stjörnunni. Á þeim tíma voru Stjörnugallarnir hvað mest notaðir. Þegar ég byrjaði í menntaskóla man ég hvað ég fór raunverulega að hafa mikinn áhuga á tísku og hef haft allar götur síðan. Tískuáhuginn kviknaði á menntaskólaárunum hjá Fanneyju og hefur fylgt henni síðan. Aðsend Svo þroskast maður (vonandi) eftir því sem maður eldist og því fylgja sterkari og betur mótaðar skoðanir. Í dag versla ég mér mun færri flíkur en ég gerði hér áður fyrr. Ég versla mér vandaðri flíkur, meiri gæði og finnst mikilvægt að flíkin sé tímalaus og hafi gott notagildi. Glæsiparið Fanney og Teitur. Fanney sækir mikið í tímalausar flíkur. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, alveg klárlega. Þó að tíminn sé ekki alltaf með mér í liði þá finnst mér alltaf gaman að klæða mig og þegar ákveðin tilefni eru framundan eyði ég auðvitað meiri tíma í að spá og spegúlera, máta og prófa hin og þessi lúkk. Fanney elskar þegar hún getur gefið sér tíma til þess að klæða sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Héðan og þaðan! Fólkinu í kringum mig og úti á götu. Ég er heppin að vera umkringd miklum fagurkerum og mér finnst gaman að sjá hvernig fólk klæðir sig. Fanney hefur gaman að því að fylgjast með tjáningarformi tískunnar og hvernig annað fólk klæðir sig. Aðsend Samfélagsmiðlar bjóða auðvitað upp á mikið aðgengi í þessum málum og auðvelt á fá góðan innblástur frá flottu fólki þar. Aðallega sæki ég minn innblástur frá nágrannalöndum okkar. Fanney sækir tískuinnblástin víða, þar á meðal frá nágrannalöndum okkar. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Örugglega fullt af þeim – en ekkert sem kemur fljótt upp í hugann. Ég er algjörlega þar að fólk eigi að klæða sig eftir því sem þeim líður best. Líkt og ég nefndi hérna fyrir ofan þá er ég aldrei í öllu svörtu. Það hefur þróast þannig mjög ómeðvitað og er ekki eitthvað sem ég hef markvisst passað upp á heldur finnst mér bara eitthvað rangt þegar ég horfi á mig í spegli í öllu svörtu. Fanney segist aldrei klæðast öllu svörtu heldur blandar hún flíkunum skemmtilega saman. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það séu ekki allir síðkjólarnir sem ég klæddist í kringum Ungfrú Ísland tímann minn fyrir mörgum árum. Það er ákveðin upplifun að klæðast slíku og sannarlega ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi. Fanney hefur gaman að síðkjólunum. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að spá í notagildi þegar þú verslar er frábært tips, að versla færri flíkur en velja vandaðar flíkur sem að standast tímans tönn. Svo það að vera samkvæmur sjálfum sér, ekki vera markvisst að reyna að fylgja einhverjum straumum. Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn. Að brosa og vera með gott sjálfstraust er lang besta dressið sem þú getur klæðst! Fanney segir mikilvægast að líða vel í eigin skinni. Aðsend
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31 Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopapeysan í uppáhaldi Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. apríl 2024 11:30 „Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. apríl 2024 11:30 „Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31
Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopapeysan í uppáhaldi Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. apríl 2024 11:30
„Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. apríl 2024 11:30
„Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31