Að læra nýtt tungumál og sýna þolinmæði Valerio Gargiulo skrifar 8. maí 2024 10:01 Ég las frétt fyrir einhverju síðan sem fjallaði um íslenskunotkun útlendinga og barna þeirra sem fædd eru á Íslandi. Þessi frétt fékk mig til þess að skoða þetta mál frá öðru samhengi til dæmis heimaborgin mín, Napolí.Napólí er borg sem í gegnum aldirnar hefur verið ráðist inn og hernumið af mörgum þjóðum: Grikkjum, Rómverjum, germönskum, arabískum, frönskum, spænskum, þýskum og bandarískum þjóðum. Napólí er strandborg í hjarta Miðjarðarhafsins. Í borginni minni hefur alltaf verið mikið um menningarsamskipti. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum með því að hjálpa hvert öðru með bendingum, til að láta ókunnugan skilja betur hvað við erum að segja. Sem dæmi, finnst mér dásamlegt að heyra unga Afríkubúa sem hafa sest að í Napólí og tala napólísku. En af hverju er auðveldara fyrir útlendinga að setjast að í Napolí og læra napolísku? Vegna þess að Napólíbúar hafa þolinmæði, þeir endurtaka orð við þig þúsund sinnum vegna þess að þeir vita að útlendingurinn á erfitt með að skilja þá. Auk þess tala fáir í Napólí ensku. Ég tel að ef allir Íslendingar sýndu meiri þolinmæði og myndu leggja sig fram um að tala við útlendinga sem búa hér á íslensku án þess að breyta samtalinu yfir í ensku, þá væri það gagnlegt við að læra tungumálið. Það þarf auðvitað líka að vera vilji og áhugi til að læra íslensku. Og auðvitað spila stjórnvöld líka inn í þar sem lítill áhugi og litlir hvatar eru til staðar til þess að kenna útlendingum íslensku. Þar sem Ísland er lítið smáríki eru ekki margir sem tala íslensku og er það afar flókið og erfitt tungumál. Þess vegna krefst það þolinmæði fyrir þann sem er að læra og fyrir þann sem er að hlusta. Það er alls ekki ómögulegt. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las frétt fyrir einhverju síðan sem fjallaði um íslenskunotkun útlendinga og barna þeirra sem fædd eru á Íslandi. Þessi frétt fékk mig til þess að skoða þetta mál frá öðru samhengi til dæmis heimaborgin mín, Napolí.Napólí er borg sem í gegnum aldirnar hefur verið ráðist inn og hernumið af mörgum þjóðum: Grikkjum, Rómverjum, germönskum, arabískum, frönskum, spænskum, þýskum og bandarískum þjóðum. Napólí er strandborg í hjarta Miðjarðarhafsins. Í borginni minni hefur alltaf verið mikið um menningarsamskipti. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum með því að hjálpa hvert öðru með bendingum, til að láta ókunnugan skilja betur hvað við erum að segja. Sem dæmi, finnst mér dásamlegt að heyra unga Afríkubúa sem hafa sest að í Napólí og tala napólísku. En af hverju er auðveldara fyrir útlendinga að setjast að í Napolí og læra napolísku? Vegna þess að Napólíbúar hafa þolinmæði, þeir endurtaka orð við þig þúsund sinnum vegna þess að þeir vita að útlendingurinn á erfitt með að skilja þá. Auk þess tala fáir í Napólí ensku. Ég tel að ef allir Íslendingar sýndu meiri þolinmæði og myndu leggja sig fram um að tala við útlendinga sem búa hér á íslensku án þess að breyta samtalinu yfir í ensku, þá væri það gagnlegt við að læra tungumálið. Það þarf auðvitað líka að vera vilji og áhugi til að læra íslensku. Og auðvitað spila stjórnvöld líka inn í þar sem lítill áhugi og litlir hvatar eru til staðar til þess að kenna útlendingum íslensku. Þar sem Ísland er lítið smáríki eru ekki margir sem tala íslensku og er það afar flókið og erfitt tungumál. Þess vegna krefst það þolinmæði fyrir þann sem er að læra og fyrir þann sem er að hlusta. Það er alls ekki ómögulegt. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar