„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 13:08 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðstæður á Litla-Hrauni séu þess eðlis að ekki sé hægt að tryggja öryggi fanga. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30