Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 16:37 Hraunflæði í gosinu var töluvert í upphafi. Nú er það nánast ekki neitt. Vísir/Vilhelm Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira