„Á endanum snýst þetta allt um peninga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 19:33 Gunnar Örn Petersen formaður Landssambands veiðifélaga segir kjarna málsins vera að í Lagareldisfrumvarpinu sé ekki næg vernd fyrir villtu íslensku laxastofnana. Stöð 2 Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi. Matvælaráðherra bauð í dag til kynningarfundar um hið viðamikla Lagareldisfrumvarp. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga sat fundinn og þótti einkennilegt að ekki hafi verið boðið upp á neitt samtal í ljósi þess að ýmsir þættir frumvarpsins eru afar umdeildir. „Það hefði kannski verið gagnlegra að ná einhverju samtali á þessum tímapunkti í málinu en það var ekki boðið upp á það. Hann hefði svo sem alveg mátt fara fram í tölvupósti þessi fundur, en svona var þetta.“ Ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi hefur verið helsta ágreiningsefnið en ráðherra hefur sagst opin fyrir annarri útfærslu með þingnefndinni. Gunnar óttast að ótímabundnu leyfin séu hálfgerð smjörklípa svo hægt sé að koma öðrum þáttum frumvarpsins hljóðlaust í gegn. Óhugsandi væri að leyfin væru ótímabundin. „Því annars erum við að festa í sessi kerfi um þennan mengandi iðnað og þar af leiðandi verður erfiðara að fletta ofan af því síðar meir, af því það mun að sjálfsögðu gerast í framtíðinni að þessi starfsemi verði bönnuð í þeirri mynd sem hún er í dag og þá munu náttúrulega íslenskri skattgreiðendur þurfa að borga þann brúsa ef það er verði að svipta fyrirtækin einhverju sem þau hafa haft ótímabundið () en þetta er hins vegar ekki lykilatriði í málinu eins og staðan er núna, heldur er lykilatriðið að frumvarpið skortir á náttúruvernd og vernd fyrir villta laxastofna.“ Aðalatriðið sé að banna eldi á ófrjóum laxi. En erum við komin nógu langt í að þróa eldi á ófrjóum laxi? „Það er náttúrulega ekki vandamál villta laxins en staðan er sú að þessi tækni er til og það hefur verið sótt um leyfi fyrir hana og hafa verið gefin út leyfi og það eina sem þarf í rauninni að gerast er að fyrirtækin slaki aðeins á arðsemiskröfu sinni, fjárfesti í því vegna þess að þau bera í raun fyrir sig það að það sé ekki nægur vaxtahraði og það sé ekki hægt að vera með nógu mikinn þéttleika og að markaðurinn taki ekki nógu vel við þessum fiski, þú sérð að þetta eru allt fjárhagslegir þættir. Á endanum snýst þetta allt um peninga og það á að fórna villtu laxastofnunum á meðan því fyrirtækin vilja í raun gera þetta á sem ódýrastan hátt.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Matvælaráðherra bauð í dag til kynningarfundar um hið viðamikla Lagareldisfrumvarp. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga sat fundinn og þótti einkennilegt að ekki hafi verið boðið upp á neitt samtal í ljósi þess að ýmsir þættir frumvarpsins eru afar umdeildir. „Það hefði kannski verið gagnlegra að ná einhverju samtali á þessum tímapunkti í málinu en það var ekki boðið upp á það. Hann hefði svo sem alveg mátt fara fram í tölvupósti þessi fundur, en svona var þetta.“ Ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi hefur verið helsta ágreiningsefnið en ráðherra hefur sagst opin fyrir annarri útfærslu með þingnefndinni. Gunnar óttast að ótímabundnu leyfin séu hálfgerð smjörklípa svo hægt sé að koma öðrum þáttum frumvarpsins hljóðlaust í gegn. Óhugsandi væri að leyfin væru ótímabundin. „Því annars erum við að festa í sessi kerfi um þennan mengandi iðnað og þar af leiðandi verður erfiðara að fletta ofan af því síðar meir, af því það mun að sjálfsögðu gerast í framtíðinni að þessi starfsemi verði bönnuð í þeirri mynd sem hún er í dag og þá munu náttúrulega íslenskri skattgreiðendur þurfa að borga þann brúsa ef það er verði að svipta fyrirtækin einhverju sem þau hafa haft ótímabundið () en þetta er hins vegar ekki lykilatriði í málinu eins og staðan er núna, heldur er lykilatriðið að frumvarpið skortir á náttúruvernd og vernd fyrir villta laxastofna.“ Aðalatriðið sé að banna eldi á ófrjóum laxi. En erum við komin nógu langt í að þróa eldi á ófrjóum laxi? „Það er náttúrulega ekki vandamál villta laxins en staðan er sú að þessi tækni er til og það hefur verið sótt um leyfi fyrir hana og hafa verið gefin út leyfi og það eina sem þarf í rauninni að gerast er að fyrirtækin slaki aðeins á arðsemiskröfu sinni, fjárfesti í því vegna þess að þau bera í raun fyrir sig það að það sé ekki nægur vaxtahraði og það sé ekki hægt að vera með nógu mikinn þéttleika og að markaðurinn taki ekki nógu vel við þessum fiski, þú sérð að þetta eru allt fjárhagslegir þættir. Á endanum snýst þetta allt um peninga og það á að fórna villtu laxastofnunum á meðan því fyrirtækin vilja í raun gera þetta á sem ódýrastan hátt.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01
„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38