Sú staða er komin upp að þýska félagið hagnast hreinlega á því peningalega að tapa leiknum.
Dortmund mætir Real Madrid í úrslitaleiknum en með spænska liðinu spilar Jude Bellingham. Real keypti Bellingham frá Dortmund síðasta sumar.
Þýska blaðið Bild slær því upp að í kaupsamningnum hafi verið bónusgreiðsla ef að Bellingham vinnur Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili.
BVB winkt nächster Bellingham-Bonus! #BVB https://t.co/UkfUQOEAQD
— BILD BVB (@BILD_bvb) May 9, 2024
Liðið sem vinnur Meistaradeildina fær tuttugu milljónir evra í verðlaunafé frá UEFA en liðið sem tapar fær fimmtán milljónir.
Það er aftur á móti 25 milljóna evru bónusgreiðsla í boði frá Real Madrid ef spænska liðið vinnur Meistaradeildina á fyrsta tímabili enska landsliðsmannsins.
Dortmund fengi því fjörutíu milljónir evra ef liðið tapar leiknum á Wembley 1. júní næstkomandi en aðeins tuttugu milljónir evra ef liðið vinnur leikinn.
Fjörutíu milljónir evra eru sex milljarðar í íslenskum krónum og Dortmund fær því þremur milljörðum meira ef liðið tapar á Wembley.