Jafntefli eftir óvænt brotthvarf Óskars Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 17:06 Hlynur Freyr Karlsson var í byrjunarliði Haugesund í dag, eftir stormasama viku hjá félaginu. Getty/Seb Daly Haugesund gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn HamKam í Íslendingaslag í dag, í fyrsta leik sínum eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson ákvað óvænt að hætta sem þjálfari liðsins. Aðstoðarþjálfararnir Sancheev Manoharan, Paul André Farstad og Kamil Rylka stýra Haugesund á meðan að forráðamenn félagsins finna arftaka Óskars. Þeir stilltu Hlyn Frey Karlssyni upp í byrjunarliði í dag en hann var tekinn af velli á 60. mínútu. Anton Logi Lúðvíksson kom svo inn á þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Hjá HamKam var Viðar Ari Jónsson í liðinu fram á 70. mínútu og Brynjar Ingi Bjarnason fékk að spila síðustu mínútur leiksins. HamKam er næstneðst í deildinni með fjögur stig en Haugesund með sjö stig í 12. sæti. Ævintýrið heldur áfram hjá Júlíusi og félögum Júlíus Magnússon var í liði Fredrikstad og átti þátt í þriðja marki liðsins þegar það vann 4-1 útisigur á KFUM. Júlíus fór með Fredrikstad upp í fyrra og liðið hefur byrjað frábærlega í úrvalsdeildinni, og komst með sigrinum í dag upp í 2. sæti með 14 stig eftir sjö leiki. Bodö/Glimt er taplaust á toppnum með 19 stig. Patrik hélt hreinu Patrik Sigurður Gunnarsson hélt marki Viking hreinu í 1-0 sigri á Strömsgodset á útivelli. Logi Tómasson var í liði Strömsgodset fram á 72. mínútu. Með sigrinum komst Viking upp fyrir Strömsgodset og Rosenborg, og í 5. sæti með 12 stig. Brynjólfur og Hilmir mættu meisturunum Brynjólfur Darri Willumsson átti skot í þverslá en náði ekki að skora þegar Kristiansund tapaði á heimavelli gegn meisturum Bodö/Glimt, 4-2, fyrr í dag. Brynjólfur og og Hilmir Rafn Mikaelsson voru báðir í byrjunarliði Kristiansund en Hilmi var skipt af velli á 80. mínútu. Kristiansund er með níu stig eftir sjö leiki, í 9. sæti af sextán liðum deildarinnar. Norski boltinn Tengdar fréttir „Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. 10. maí 2024 12:00 Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25 Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Aðstoðarþjálfararnir Sancheev Manoharan, Paul André Farstad og Kamil Rylka stýra Haugesund á meðan að forráðamenn félagsins finna arftaka Óskars. Þeir stilltu Hlyn Frey Karlssyni upp í byrjunarliði í dag en hann var tekinn af velli á 60. mínútu. Anton Logi Lúðvíksson kom svo inn á þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Hjá HamKam var Viðar Ari Jónsson í liðinu fram á 70. mínútu og Brynjar Ingi Bjarnason fékk að spila síðustu mínútur leiksins. HamKam er næstneðst í deildinni með fjögur stig en Haugesund með sjö stig í 12. sæti. Ævintýrið heldur áfram hjá Júlíusi og félögum Júlíus Magnússon var í liði Fredrikstad og átti þátt í þriðja marki liðsins þegar það vann 4-1 útisigur á KFUM. Júlíus fór með Fredrikstad upp í fyrra og liðið hefur byrjað frábærlega í úrvalsdeildinni, og komst með sigrinum í dag upp í 2. sæti með 14 stig eftir sjö leiki. Bodö/Glimt er taplaust á toppnum með 19 stig. Patrik hélt hreinu Patrik Sigurður Gunnarsson hélt marki Viking hreinu í 1-0 sigri á Strömsgodset á útivelli. Logi Tómasson var í liði Strömsgodset fram á 72. mínútu. Með sigrinum komst Viking upp fyrir Strömsgodset og Rosenborg, og í 5. sæti með 12 stig. Brynjólfur og Hilmir mættu meisturunum Brynjólfur Darri Willumsson átti skot í þverslá en náði ekki að skora þegar Kristiansund tapaði á heimavelli gegn meisturum Bodö/Glimt, 4-2, fyrr í dag. Brynjólfur og og Hilmir Rafn Mikaelsson voru báðir í byrjunarliði Kristiansund en Hilmi var skipt af velli á 80. mínútu. Kristiansund er með níu stig eftir sjö leiki, í 9. sæti af sextán liðum deildarinnar.
Norski boltinn Tengdar fréttir „Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. 10. maí 2024 12:00 Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25 Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. 10. maí 2024 12:00
Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25
Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49