Hinn belgíski Charles de Ketelaere var hetja heimamanna í kvöld en tvö mörk frá honum á 18. og 20. mínútu dugðu þeim til sigurs að þessu sinni.
Lorenzo Pellegrini minnkaði muninn úr víti í seinni hálfleik en Atalanta lágu í sókn nánast allan leikinn þrátt fyrir að ná aðeins að skora tvö mörk.
Sigurinn þýðir að Atalanta er í 5. sæti með 63 stig, þremur stigum meira en Róma og eiga leik til góða þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.