„Förum glaðir úr Lautinni“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:53 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“ Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“
Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira