ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 07:45 Hákon Örn Hjálmarsson er fyrirliði ÍR-liðsins. Hann hélt áfram að spila með liðinu og fram undan er tímabili í Subway deildinni á næstu leiktíð. Vísir/Bára ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa) Subway-deild karla ÍR Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa)
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira