„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2024 12:01 Arnar Guðjónsson gæti verið á leið í sinn síðasta leik með Stjörnuna í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45. Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45.
Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira