Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 06:50 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. Tilboð í framkvæmdina voru opnuð 12. mars síðastliðinn en þá kom í ljós að aðeins einn aðili af fimm sem lýst höfðu áhuga á verkinu skilaði tilboði, ÞG verktakar ehf. Vegagerðin sagði um að ræða upphafstilboð en farið yrði í samningaviðræður og endnalegt tilboð myndi liggja fyrir að þeim loknum. „Viðræðurnar ganga út á það hvort það sé hægt að auka hagkvæmni í verkinu og við erum bara að vinna að því,“ segir Guðmundur. Guðmundur vildi ekki svara því beint hvort hann væri bjartsýnn á að lending næðist í málið en ef svo yrði væri gert ráð fyrir að endanlegt tilboð lægi fyrir í júní og verksamningur í júlí. Að sögn Guðmundar myndu undirbúningsframkvæmdir hefjast strax í sumar eða haust en þær yrðu unnar samhliða endanlegri hönnun verksins. Undirbúningurinn felst meðal annars í jarðvinnu á brúarstæðunum og að „koma sér út í eyjuna“, eins og Guðmundur kemst að orði. Umrædd eyja er Efri-Laugardælaeyja, þar sem reistur verður 60 metra hár turn. Enn er stefnt að því að framkvæmdinni ljúki haustið 2027. Ítarlegar upplýsingar um verkið má finna á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Árborg Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Tilboð í framkvæmdina voru opnuð 12. mars síðastliðinn en þá kom í ljós að aðeins einn aðili af fimm sem lýst höfðu áhuga á verkinu skilaði tilboði, ÞG verktakar ehf. Vegagerðin sagði um að ræða upphafstilboð en farið yrði í samningaviðræður og endnalegt tilboð myndi liggja fyrir að þeim loknum. „Viðræðurnar ganga út á það hvort það sé hægt að auka hagkvæmni í verkinu og við erum bara að vinna að því,“ segir Guðmundur. Guðmundur vildi ekki svara því beint hvort hann væri bjartsýnn á að lending næðist í málið en ef svo yrði væri gert ráð fyrir að endanlegt tilboð lægi fyrir í júní og verksamningur í júlí. Að sögn Guðmundar myndu undirbúningsframkvæmdir hefjast strax í sumar eða haust en þær yrðu unnar samhliða endanlegri hönnun verksins. Undirbúningurinn felst meðal annars í jarðvinnu á brúarstæðunum og að „koma sér út í eyjuna“, eins og Guðmundur kemst að orði. Umrædd eyja er Efri-Laugardælaeyja, þar sem reistur verður 60 metra hár turn. Enn er stefnt að því að framkvæmdinni ljúki haustið 2027. Ítarlegar upplýsingar um verkið má finna á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Árborg Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17