Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2024 15:49 Lilja sagði enga línu fyrirliggjandi, nýlenskan sem er orðin ráðandi í talsmáta helftar starfsmanna RÍkisútvarpsins er sjálfsprottin. vísir/vilhelm Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. Bergþór vitnaði í pistil Völu, „Útrýming mannsins á RÚV, sem vakið hefur mikla athygli. „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.“ Nýlenskan virðist sjálfsprottin hjá Ríkisútvarpinu Bergþór innti Lilju eftir því hvað henni sýndist um þessa þróun, um þetta kynhlutlausa mál sem Ríkisútvarpið virðist í algjörri forystu um að innleiða hér á landi. „Hafa verið lagðar einhverjar línur eða hafa þeir fjölmiðlar sem haga málnotkun sinni eins og hér blasir við, í raun með linnulausum áróðri á málfræðigrunn íslenskunnar – er þetta gert með samþykki og sátt við hæstvirtan ráðherrans? Hver er afstaða ráðherrans gagnvart þessari þróun? Lilja þakkaði fyrir áhugaverða spurningu um þróun tungumálsins. Og neitaði því að ráðuneytið hafi lagt einhverjar línur. „Þetta sjálfsprottið hjá Ríkisútvarpinu. Ég tel mikilvægt að skýrt sé og einfalt hvernig málfræðigrunnur okkar er lagður upp. Og einfalt.“ Lilja sagði að ef ekki væru þessar hreinu línur gæti það reynst fólki af erlendum uppruna og þeim sem eiga erfitt með að tileinka sér tungumálið þungur ljár í þúfu. Hún sagðist vita til þess að margir hefðu á þessu heitar skoðanir, en það væri fínt; það bæri vott um að fólki þætti vænt um tungumálið. „Ég vil skoða þetta betur. Ég er nýkomin úr ferð þar sem við vorum að skoða máltækni og gervigreind. Af því að við höfum lagt svo hart að okkur, en það er hægt að keyra íslenskuna í gegnum þetta þá er brýnt að þeir sem eru að aðlaga sig tungumálinu okkar að þeir fái skýr skilaboð um hvernig þessu öllu er háttað.“ Að opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti Bergþór þakkaði Lilju svörin og sagðist ekki geta skilið þau öðruvísi en svo að ráðherranum hugnist ekki sú þróun sem hér er að eiga sér stað. „Mann rekur oft í rogastans þegar upplýst er um að öll hafi gert hitt og þetta,“ sagði Bergþór. Að þetta passaði sjaldnast inn í þær setningar sem verið er að setja fram. Bergþór Ólason spurði Lilju hvort ekki væri vert að grípa til aðgerða gagnvart RÚV, þá varðandi þessa nýlensku sem þar hefur náð fótfestu.vísir/vilhelm Bergþór spurði með hvaða hætti málfræðin sé meðhöndluð hjá Ríkisútvarpinu og sér ráðherra fyrir sér að gera eitthvað í þessu máli, þá gagnvart Ríkisútvarpinu sérstaklega eða með aðgerðum svo opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti? Lilja benti á að Alþingi hafi veri að samþykkja aðgerðaráætlun fyrir tungumálið í síðustu viku, þar væru boðaðar margar brýnar aðgerðir. Þetta sé hins vegar nýtilkomið, til þess að gera. „Og mikilvægt að við skoðum þetta og að það séu þessi skýru skilaboð, að brýnt sé að fara eftir settum reglum.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk fræði Íslensk tunga Tengdar fréttir Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Bergþór vitnaði í pistil Völu, „Útrýming mannsins á RÚV, sem vakið hefur mikla athygli. „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.“ Nýlenskan virðist sjálfsprottin hjá Ríkisútvarpinu Bergþór innti Lilju eftir því hvað henni sýndist um þessa þróun, um þetta kynhlutlausa mál sem Ríkisútvarpið virðist í algjörri forystu um að innleiða hér á landi. „Hafa verið lagðar einhverjar línur eða hafa þeir fjölmiðlar sem haga málnotkun sinni eins og hér blasir við, í raun með linnulausum áróðri á málfræðigrunn íslenskunnar – er þetta gert með samþykki og sátt við hæstvirtan ráðherrans? Hver er afstaða ráðherrans gagnvart þessari þróun? Lilja þakkaði fyrir áhugaverða spurningu um þróun tungumálsins. Og neitaði því að ráðuneytið hafi lagt einhverjar línur. „Þetta sjálfsprottið hjá Ríkisútvarpinu. Ég tel mikilvægt að skýrt sé og einfalt hvernig málfræðigrunnur okkar er lagður upp. Og einfalt.“ Lilja sagði að ef ekki væru þessar hreinu línur gæti það reynst fólki af erlendum uppruna og þeim sem eiga erfitt með að tileinka sér tungumálið þungur ljár í þúfu. Hún sagðist vita til þess að margir hefðu á þessu heitar skoðanir, en það væri fínt; það bæri vott um að fólki þætti vænt um tungumálið. „Ég vil skoða þetta betur. Ég er nýkomin úr ferð þar sem við vorum að skoða máltækni og gervigreind. Af því að við höfum lagt svo hart að okkur, en það er hægt að keyra íslenskuna í gegnum þetta þá er brýnt að þeir sem eru að aðlaga sig tungumálinu okkar að þeir fái skýr skilaboð um hvernig þessu öllu er háttað.“ Að opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti Bergþór þakkaði Lilju svörin og sagðist ekki geta skilið þau öðruvísi en svo að ráðherranum hugnist ekki sú þróun sem hér er að eiga sér stað. „Mann rekur oft í rogastans þegar upplýst er um að öll hafi gert hitt og þetta,“ sagði Bergþór. Að þetta passaði sjaldnast inn í þær setningar sem verið er að setja fram. Bergþór Ólason spurði Lilju hvort ekki væri vert að grípa til aðgerða gagnvart RÚV, þá varðandi þessa nýlensku sem þar hefur náð fótfestu.vísir/vilhelm Bergþór spurði með hvaða hætti málfræðin sé meðhöndluð hjá Ríkisútvarpinu og sér ráðherra fyrir sér að gera eitthvað í þessu máli, þá gagnvart Ríkisútvarpinu sérstaklega eða með aðgerðum svo opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti? Lilja benti á að Alþingi hafi veri að samþykkja aðgerðaráætlun fyrir tungumálið í síðustu viku, þar væru boðaðar margar brýnar aðgerðir. Þetta sé hins vegar nýtilkomið, til þess að gera. „Og mikilvægt að við skoðum þetta og að það séu þessi skýru skilaboð, að brýnt sé að fara eftir settum reglum.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk fræði Íslensk tunga Tengdar fréttir Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31
Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels