Sport

Dag­skráin í dag: Hvaða lið komast í úr­slit?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum.
Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum. Vísir/Hulda Margrét

Það er mögnuð dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Það ræðst hvaða lið komast í úrslit Subway-deildar karla í körfubolta og þá er fjöldi leikja í Bestu deild kvenna í fótbolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.55 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Klukkan 17.20 hefst svo útsending frá Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarar Vals fá Tindastól í heimsókn.

Klukkan 20.00 færum við okkur inn á Hlíðarenda þar sem Valur mætir Njarðvík í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.

Klukkan 22.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem oddaleikirnir verða gerðir upp.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.45 hefst útsending frá Smáranum þar sem Grindavík og Keflavík mætast í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.

Besta deildin

Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og FH í Bestu deild kvenna á dagskrá.

Besta deildin 2

Klukkan 17.50 tekur Þór/KA á móti Keflavík í Bestu deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×