Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2024 20:02 Stærsta orkuver Færeyja í Kaldbaksfirði framleiðir raforku með olíubrennslu. Egill Aðalsteinssson Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent