Garðbæingur á ímyndunarbömmer í Nígeríu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:02 Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar