Hreyfing og tengsl Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 14. maí 2024 14:31 Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun