Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2024 07:53 Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu um að vatnspósturinn yrði endurgerður. Það hefur fengist samþykkt og er boltinn nú hjá Borgarsögusafni. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira