Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2024 12:36 Grétar Ingi segist hissa á bréfi sem Eggert Þór Kristófersson sendi bæjarstjórn, en þar lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. Davíð Þór Guðlaugsson Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. Vísir greindi frá því í morgun að í bréfi Eggerts sé það fordæmt að til standi að reisa mölunarverksmiðja í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu sem First Water ætlar að ráðast í. Við Laxabraut nánar tiltekið. „Þar sem við erum að byggja upp hágæða matvælaframleiðslu á Laxabraut þá teljum við óásættanlegt að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur að bygging [sem] hafnar á því svæði sem við erum að sækja jarðsjó,“ segir í bréfinu. Grétar Ingi segist ekki vita hvort þetta setji strik í reikninginn. “En auðvitað er maður hissa. Þetta verkefni teygir sig aftur um þrjú ár, það hefur verið í skoðun og bígerð. Skipulags- og umhverfisnefnd auglýstu skipulagstillöguna og kölluðu eftir athugasemdum. Engar slíkar bárust frá First Water.“ Sleginn vegna bréfsins Grétar Ingi segist ekki hafa haft svigrúm til að fara ítarlega yfir bréf Eggerts, það hafi borist skömmu fyrir lokun í gær. „En auðvitað var maður sleginn þegar maður sá þetta bréf,“ segir Grétar Ingi sem vill meðal annars gera athugasemd við tímasetninguna. Sem er fjórum dögum áður en íbúakosningar hefjast. En þeim lýkur 1. júní, samhliða forsetakosningum. Bréf Eggerts er býsna afdráttarlaust en Grétar Ingi segir það þó varla fela í sér afarkosti. „Ég var sleginn. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessar áhyggjur. Auðvitað vill sveitarfélagið ekki setja önnur verkefni í uppnám en ég hef ekki haft forsetndur til að meta hvort þær áhyggjur sem Eggert viðrar eru á rökum reistar. Til þessa hef ég staðið í þeirri trú að þessar framkvæmdir myndu ekki hafa áhrif á landeldið. Mönnum hefur gefist kostur á að setja inn athugasemdir í lögformlegu ferli.“ Sérkennileg tímasetning Grétar segir stefnu meirihlutans þá að vega og meta gögn af hlutleysi. Þau séu íbúar eins og aðrir en hafi hvergi talað fyrir og hvergi gegn þessum áformum. „Við treystum íbúum til að vega og meta þær upplýsingar sem fyrir liggja.“ Hann segist jafnframt vita til þess að forsvarsmenn landeldisins hafa átt í samtali við kjörna fulltrúa og þessar áhyggjur hafa aldrei komið fram á þeim fundum. „Já, ég er hissa að þetta skuli vera að koma fram núna. Þetta er skrítin tímasetning, svo ekki sé meira sagt,“ segir Grétar Ingi sem segist nú ætla að gefa sér tíma til að fara nánar yfir bréfið frá Eggerti. Hann segist í fljótu bragði ekki sjá að þar sé verið að setja bæjarstjórninni neina afarkosti en vissulega sé þetta óþægilegt. Ölfus Skipulag Árborg Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að í bréfi Eggerts sé það fordæmt að til standi að reisa mölunarverksmiðja í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu sem First Water ætlar að ráðast í. Við Laxabraut nánar tiltekið. „Þar sem við erum að byggja upp hágæða matvælaframleiðslu á Laxabraut þá teljum við óásættanlegt að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur að bygging [sem] hafnar á því svæði sem við erum að sækja jarðsjó,“ segir í bréfinu. Grétar Ingi segist ekki vita hvort þetta setji strik í reikninginn. “En auðvitað er maður hissa. Þetta verkefni teygir sig aftur um þrjú ár, það hefur verið í skoðun og bígerð. Skipulags- og umhverfisnefnd auglýstu skipulagstillöguna og kölluðu eftir athugasemdum. Engar slíkar bárust frá First Water.“ Sleginn vegna bréfsins Grétar Ingi segist ekki hafa haft svigrúm til að fara ítarlega yfir bréf Eggerts, það hafi borist skömmu fyrir lokun í gær. „En auðvitað var maður sleginn þegar maður sá þetta bréf,“ segir Grétar Ingi sem vill meðal annars gera athugasemd við tímasetninguna. Sem er fjórum dögum áður en íbúakosningar hefjast. En þeim lýkur 1. júní, samhliða forsetakosningum. Bréf Eggerts er býsna afdráttarlaust en Grétar Ingi segir það þó varla fela í sér afarkosti. „Ég var sleginn. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessar áhyggjur. Auðvitað vill sveitarfélagið ekki setja önnur verkefni í uppnám en ég hef ekki haft forsetndur til að meta hvort þær áhyggjur sem Eggert viðrar eru á rökum reistar. Til þessa hef ég staðið í þeirri trú að þessar framkvæmdir myndu ekki hafa áhrif á landeldið. Mönnum hefur gefist kostur á að setja inn athugasemdir í lögformlegu ferli.“ Sérkennileg tímasetning Grétar segir stefnu meirihlutans þá að vega og meta gögn af hlutleysi. Þau séu íbúar eins og aðrir en hafi hvergi talað fyrir og hvergi gegn þessum áformum. „Við treystum íbúum til að vega og meta þær upplýsingar sem fyrir liggja.“ Hann segist jafnframt vita til þess að forsvarsmenn landeldisins hafa átt í samtali við kjörna fulltrúa og þessar áhyggjur hafa aldrei komið fram á þeim fundum. „Já, ég er hissa að þetta skuli vera að koma fram núna. Þetta er skrítin tímasetning, svo ekki sé meira sagt,“ segir Grétar Ingi sem segist nú ætla að gefa sér tíma til að fara nánar yfir bréfið frá Eggerti. Hann segist í fljótu bragði ekki sjá að þar sé verið að setja bæjarstjórninni neina afarkosti en vissulega sé þetta óþægilegt.
Ölfus Skipulag Árborg Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01
Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00