Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2024 10:53 Kevin Spacey hefur ekki sést á skjánum í ansi mörg ár. EPA-EFE/ANDY RAIN Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Meðal þeirra sem hafa stigið fram í breskum miðlum og tjáð þessa skoðun sína eru Sharon Stone, Liam Neeson og Stephen Fry. Leikarinn var í fyrra sýknaður í máli fjögurra breskra manna sem sögðu hann hafa brotið á þeim á barnsaldri. Hann hefur einnig verið sýknaður í máli leikarans Anthony Rapp sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á barnsaldri. Í bígerð er heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi leikarans, sem framleidd er af Channel 4. Þar eru ýmsir menn sagðir munu stíga fram og lýsa brotum leikarans. Sjálfur hefur Spacey sagst hvergi banginn. Segja leikarann þegar hafa sætt afleiðingum „Ég get ekki beðið eftir því að sjá Kevin Spacey mæta aftur til starfa. Hann er snillingur. Hann er svo glæsilegur og skemmtilegur, örlátur og veit meira um þennan bransa en flest okkar munu nokkurn tímann gera,“ segir Sharon Stone meðal annars í breskum miðlum. Liam Neeson tekur í svipaðan streng, að því er segir í umfjöllun Sky fréttastofu. „Kevin er góður maður og mikill karakter. Persónulega finnst mér bransinn þurfa á honum að halda og hans er sárt saknað.“ Stephen Fry segir Spacey bæði hafa verið klaufalegan og óviðeigandi við mörg tilefni. Hann segir það þó ekki réttlæta að ráðast í gerð heillar heimildarmyndar um ásakanir sem hann hafi ekki verið kærður fyrir. Myndin muni byggja á orðum en ekki sönnunargögnum. „Nema eitthvað hafi farið framhjá mér þá finnst mér hann þegar hafa sætt afleiðingum.“ Áður en mennirnir stigu fram var Kevin Spacey á mála hjá Netflix streymisveitunni þar sem hann fór með aðalhlutverkið í dramaþáttunum House of Cards sem Frank Underwood. Þá stóð til að hann myndi leika í nokkrum bíómyndum en honum var kippt út fyrir aðra leikara eftir að ásakanirnar bárust. Síðan hefur ekki sést tangur né tetur af leikaranum á skjánum, utan skringilegra Youtube myndbanda. Þar virðist tjá sig um mál sín en ýjar þó að því að hann sé þar að fara með hlutverk Frank Underwood, persónu sinnar úr House of Cards. Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa stigið fram í breskum miðlum og tjáð þessa skoðun sína eru Sharon Stone, Liam Neeson og Stephen Fry. Leikarinn var í fyrra sýknaður í máli fjögurra breskra manna sem sögðu hann hafa brotið á þeim á barnsaldri. Hann hefur einnig verið sýknaður í máli leikarans Anthony Rapp sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á barnsaldri. Í bígerð er heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi leikarans, sem framleidd er af Channel 4. Þar eru ýmsir menn sagðir munu stíga fram og lýsa brotum leikarans. Sjálfur hefur Spacey sagst hvergi banginn. Segja leikarann þegar hafa sætt afleiðingum „Ég get ekki beðið eftir því að sjá Kevin Spacey mæta aftur til starfa. Hann er snillingur. Hann er svo glæsilegur og skemmtilegur, örlátur og veit meira um þennan bransa en flest okkar munu nokkurn tímann gera,“ segir Sharon Stone meðal annars í breskum miðlum. Liam Neeson tekur í svipaðan streng, að því er segir í umfjöllun Sky fréttastofu. „Kevin er góður maður og mikill karakter. Persónulega finnst mér bransinn þurfa á honum að halda og hans er sárt saknað.“ Stephen Fry segir Spacey bæði hafa verið klaufalegan og óviðeigandi við mörg tilefni. Hann segir það þó ekki réttlæta að ráðast í gerð heillar heimildarmyndar um ásakanir sem hann hafi ekki verið kærður fyrir. Myndin muni byggja á orðum en ekki sönnunargögnum. „Nema eitthvað hafi farið framhjá mér þá finnst mér hann þegar hafa sætt afleiðingum.“ Áður en mennirnir stigu fram var Kevin Spacey á mála hjá Netflix streymisveitunni þar sem hann fór með aðalhlutverkið í dramaþáttunum House of Cards sem Frank Underwood. Þá stóð til að hann myndi leika í nokkrum bíómyndum en honum var kippt út fyrir aðra leikara eftir að ásakanirnar bárust. Síðan hefur ekki sést tangur né tetur af leikaranum á skjánum, utan skringilegra Youtube myndbanda. Þar virðist tjá sig um mál sín en ýjar þó að því að hann sé þar að fara með hlutverk Frank Underwood, persónu sinnar úr House of Cards.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira