Hver er Robert Fico? Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Robert Fico var skotin í gær, en hann er sagður komin úr lífshættu. Getty Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn vera í lífshættu eftir skotárás í gær, en lítið annað er meira um áverka og ástand hans. Hann er sagður hafa verið skotinn fimm sinnum. Grunaður árásarmaður er ljóðskáld á áttræðisaldri sem var handtekinn skömmu eftir verknaðinn. Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga. Slóvakía Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga.
Slóvakía Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira