Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 15:04 Bjarni fullvissaði Ingu um að Katrínar yrði getið í formálanum. vísir/vilhelm Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08