Fóru í fyrsta flugið milli Calgary og Keflavíkurflugvallar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 15:52 Klippt var á borða á Keflavíkurflugvelli í dag. Isavia Kanadíska flugfélagið WestJet fór í dag í sínar fyrstu ferðir milli Calgary í Albertafylki og Keflavíkurflugvallar. Fyrsta fluginu var sérstaklega fagnað í morgun þar sem forstjóri Isavia og framkvæmdastjóri frá WestJet klipptu á borða áður en flogið var frá Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu frá Isavia segir að WestJet fljúgi á Boeing 737MAX vél milli Calgary og Keflavíkurflugvallar fjórum sinnum í viku fram í miðjan október næstkomandi. Fram kemur að WestJet hafi gert samning við Icelandair þess efnis að farþegar kanadíska flugfélagsins geti bókað sig áfram á einum flugmiða frá Calgary í gegnum Keflavíkurflugvöll áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Það sama sé í boði fyrir farþega sem fljúgi frá Keflavík til Calgary sem geti farið áfram til annarra áfangastaða WestJet víða um heim. Haft er eftir Angelu Avery, framkvæmdastjóra hjá WestJet, að áfangastaðurinn Ísland byði upp á landslag sem væri hrífandi og jarðfræðilega fjölbreytt. „Við erum afskaplega ánægð með að geta bætt Íslandi við sem nýjum beinum áfangastað okkar í Evrópu.“ Hún benti á að WestJet væri eina flugfélagið sem tengdi Ísland við Calgary. Þá er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að hann hlakkaði til samstarfsins við WestJet sem yrði mikilvægur samstarfsaðili flugvallarins til framtíðar. „Sú ákvörðun WestJet að hefja þetta áætlunarflug styður við þá framtíðarsýn okkar að tengja heiminn í gegnum Ísland.“ Flugvél Westjet á Keflavíkurflugvelli í morgun.ISAVIA „Þessi nýja flugleið er meira en bara tenging milli tveggja borga, þetta snýst um að viðurkenna gagnkvæma skuldbindingu við alþjóðlegar tengingar,“ segir Chris Dinsdale, forstjóri og stjórnarformaður hjá alþjóðaflugvellinum í Calgary. „Við á Keflavíkurflugvelli tökum fagnandi á móti nýjum vinum okkar hjá kanadíska flugfélaginu WestJet,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Við hlökkum mikið til að fá félagið sem nýja viðbót í flugvallarsamfélagið á Keflavíkurflugvelli. WestJet hefur, með því að velja Ísland sem nýjan áfangastað, sýnt að það hefur trú á því að farþegar haldi áfram að vilja upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða hér í Norðri. Ferðalöngum WestJet verður tekið með opnum örmum. Þá veit ég að Íslendingar eiga eftir að velja Calgary sem nýjan og spennandi áfangstað þar sem njóta má alls sem borgin og Albertafylki hafa upp á að bjóða. WestJet verður sterkur samtarfsaðili til framtíðar og mikilvæg viðbót á Keflavíkurflugvelli.“ Keflavíkurflugvöllur Kanada Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að WestJet fljúgi á Boeing 737MAX vél milli Calgary og Keflavíkurflugvallar fjórum sinnum í viku fram í miðjan október næstkomandi. Fram kemur að WestJet hafi gert samning við Icelandair þess efnis að farþegar kanadíska flugfélagsins geti bókað sig áfram á einum flugmiða frá Calgary í gegnum Keflavíkurflugvöll áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Það sama sé í boði fyrir farþega sem fljúgi frá Keflavík til Calgary sem geti farið áfram til annarra áfangastaða WestJet víða um heim. Haft er eftir Angelu Avery, framkvæmdastjóra hjá WestJet, að áfangastaðurinn Ísland byði upp á landslag sem væri hrífandi og jarðfræðilega fjölbreytt. „Við erum afskaplega ánægð með að geta bætt Íslandi við sem nýjum beinum áfangastað okkar í Evrópu.“ Hún benti á að WestJet væri eina flugfélagið sem tengdi Ísland við Calgary. Þá er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að hann hlakkaði til samstarfsins við WestJet sem yrði mikilvægur samstarfsaðili flugvallarins til framtíðar. „Sú ákvörðun WestJet að hefja þetta áætlunarflug styður við þá framtíðarsýn okkar að tengja heiminn í gegnum Ísland.“ Flugvél Westjet á Keflavíkurflugvelli í morgun.ISAVIA „Þessi nýja flugleið er meira en bara tenging milli tveggja borga, þetta snýst um að viðurkenna gagnkvæma skuldbindingu við alþjóðlegar tengingar,“ segir Chris Dinsdale, forstjóri og stjórnarformaður hjá alþjóðaflugvellinum í Calgary. „Við á Keflavíkurflugvelli tökum fagnandi á móti nýjum vinum okkar hjá kanadíska flugfélaginu WestJet,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Við hlökkum mikið til að fá félagið sem nýja viðbót í flugvallarsamfélagið á Keflavíkurflugvelli. WestJet hefur, með því að velja Ísland sem nýjan áfangastað, sýnt að það hefur trú á því að farþegar haldi áfram að vilja upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða hér í Norðri. Ferðalöngum WestJet verður tekið með opnum örmum. Þá veit ég að Íslendingar eiga eftir að velja Calgary sem nýjan og spennandi áfangstað þar sem njóta má alls sem borgin og Albertafylki hafa upp á að bjóða. WestJet verður sterkur samtarfsaðili til framtíðar og mikilvæg viðbót á Keflavíkurflugvelli.“
Keflavíkurflugvöllur Kanada Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira