Handbolti

Grín sem snerist mjög fljótt upp í al­vöru

Aron Guðmundsson skrifar
Þorbjörn Jensson er mikill Valsari og hefur átt þátt í glæstum sigrum félagsins
Þorbjörn Jensson er mikill Valsari og hefur átt þátt í glæstum sigrum félagsins Vísir/Arnar Halldórsson

Vals­menn standa nú í sporum sem Mulnings­vélin svo­kallaða stóð í fyrir 44 árum. Fram­undan úr­slita­ein­vígi í Evrópu­bikarnum í hand­bolta. Þor­björn Jens­son var einn af prímu­s­mótorunum í Evrópu­ævin­týri Vals árið 1980. Þátt­töku liðsins í Evrópu­keppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli al­vöru.

Það var árið 1980 sem lið Vals í hand­boltanum lék til úr­slita í Evrópu­bikarnum. Árangur sem ekkert annað ís­lenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úr­slita­leik í Evrópukeppni. Fram undan ein­vígi við gríska stór­liðið Olympía­kos í Evrópubikarnum.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðar­enda á Laugar­daginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari.

Timarit.is

Á leið sinni í úr­slita­leikinn árið 1980 lagði Mulnings­vél Vals, með sjálfa goð­sögnina Þor­björn Jens­son innan­borðs, stór­lið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stór­liðið At­lético Madrid.

„Þetta var mjög mikið ævin­týri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja á­herslu á Evrópu­keppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í al­vöru. Við ein­blíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úr­slita­leikinn.“

Líkt og nú er raunin þurftu leik­menn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópu­keppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því á­kváðu Vals­menn að selja heima­leik sinn og í stað tveggja úr­slita­leikja gegn þýsku meisturunum í Grosswald­sta­dt léku liðin að­eins einn hreinan úr­slita­leik um Evrópu­bikarinn

„Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heima­leik fyrir slikk segi ég.“

Úr­slita­leikurinn fór fram í Ólympíu­höllinni í München. Þýska­land­smeistarar Grosswald­sta­dt reyndust þar of stór biti fyrir Mulnings­vél Vals.

„Auð­vitað fann maður fyrir kvíða fyrir úr­slita­leiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíu­höllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóð­verja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upp­lifað. Flestir á­horf­endur voru á bandi Þjóð­verjanna. Það var náttúru­lega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úr­slita­leiknum nokkuð illa en þetta var rosa­lega skemmti­leg upp­lifun.

Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is

Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt af­rek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auð­vitað er þetta einn af tindunum á manns í­þrótta­ferli.“

Aftur er Valur komið með lið í úr­slita­leikinn og fram undan úr­slita­ein­vígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðar­enda á morgun og Þor­björn lýst vel á mögu­leika sinna manna.

„Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmti­legan og hraðan bolta. Það setur skemmti­lega mynd á liðið. And­stæðingar Vals kvíða á­byggi­lega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær á­skoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undan­farið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur mark­varslan í kjöl­farið. 

Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink

Ég er því til­tölu­lega bjart­sýnn fyrir þessum úr­slita­leikjum hjá liðinu. Ég virki­lega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðin­legt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virki­lega bjart­sýnn á þetta núna.“

Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×