Grín sem snerist mjög fljótt upp í alvöru Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 10:00 Þorbjörn Jensson er mikill Valsari og hefur átt þátt í glæstum sigrum félagsins Vísir/Arnar Halldórsson Valsmenn standa nú í sporum sem Mulningsvélin svokallaða stóð í fyrir 44 árum. Framundan úrslitaeinvígi í Evrópubikarnum í handbolta. Þorbjörn Jensson var einn af prímusmótorunum í Evrópuævintýri Vals árið 1980. Þátttöku liðsins í Evrópukeppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli alvöru. Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun. Valur Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun.
Valur Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira