Grín sem snerist mjög fljótt upp í alvöru Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 10:00 Þorbjörn Jensson er mikill Valsari og hefur átt þátt í glæstum sigrum félagsins Vísir/Arnar Halldórsson Valsmenn standa nú í sporum sem Mulningsvélin svokallaða stóð í fyrir 44 árum. Framundan úrslitaeinvígi í Evrópubikarnum í handbolta. Þorbjörn Jensson var einn af prímusmótorunum í Evrópuævintýri Vals árið 1980. Þátttöku liðsins í Evrópukeppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli alvöru. Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun. Valur Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun.
Valur Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira