Eins og fram hefur komið mun bæjarstjórn Ölfuss hafa boðað til aukafundar vegna bréfs sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, sendi bæjarstjórninni vegna staðsetningar mölunarverksmiðju Heidelbergs.
En eins og Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergs hefur sagt stendur til að reisa þar lokaða mölunarverksmiðju sem fullvinnur efni úr bæði Þrengslunum auk þess sem til stendur að nema jarðefni úr sjávarbotni.
Efnið sem Heidelberg hefur tekið er úr landi sem Kirkja sjöunda dags aðventista á. En þar stendur til að mynda til að moka heilu fjalli, Litla Sandfelli, í mölunarverksmiðjuna og senda sem sem íblöndunarefni í sement til Evrópu. Þorsteinn segir að áhrif þessa lækki gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa sé að þetta er hnattrænt verkefni.
Hængurinn er sá að vafi leikur á um hvort stjórn hafi verið í rétti með að semja um efnistökuna við Heidelberg. Ómar Torfason, sem er meðlimur í söfnuðinum, telur svo vera. Og hefur hann kært málið til lögreglu og vitnar í 28. og 24. grein kirkjulaganna með það. Ómar telur að stjórnin sitji umboðslaus og sé óheimilt að semja um slíka efnistöku. Hvort bæjarstjórn muni taka tillit til þessa atriðis á fundi sínum seinna í dag liggur hins vegar ekki fyrir.