92 prósent sigurvegara leiks eitt frá árinu 2011 hafa orðið Íslandsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 14:40 Tindastólsmenn unnu leik eitt í fyrra og urðu Íslandsmeistarar. Þeir töpuðu leik eitt árið á undan og urðu þá að sætta sig við silfur. Vísir/Hulda Margrét Hversu mikilvægur er fyrsti leikur Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta í kvöld? Ef við skoðum síðustu tólf lokaúrslit þá er mikilvægið gríðarlegt. Leikur eitt hjá Val og Grindavík hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á sömu stöð. En aftur af mikilvægi þess að vinna leikinn í kvöld. Saga síðustu ára gefur okkur næstum því bara eina niðurstöðu. Frá og með árinu 2011 hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari af þeim sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu. Það lið er lið ÍR frá 2019 sem vann KR í framlengdum fyrsta leik. ÍR vann þann leik í KR-húsinu og endurtók leikinn í leik þrjú. KR-ingar unnu aftur á móti báða leikina í Seljaskóla og tryggðu sér síðan titilinn með sigri á heimavelli í oddaleiknum. Öll hin ellefu liðin sem hafa unnið leik eitt hafa orðið Íslandsmeistarar. Þar á meðal eru lið Vals (2022) og Tindastóls (2023) sem unnu leik eitt þó með aðeins einu stigi undanfarin tvö ár. Báðir þeir leikir fóru fram á Hlíðarenda alveg eins og leikurinn í kvöld. Mikilvægi leiks eitt er síst að minnka. 69% sigurvegar leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á síðustu öld (1984-1999) og 64 prósent sigurvegara leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á fyrstu ellefu lokaúrslitum á nýrri öld (2000-2010). Nú er sigurhlutfallið komið upp í 92 prósent á síðustu tólf árum. Undanfarinn rúma áratug hefur sigur í fyrsta leik gefið skýr skilaboð um verðandi Íslandsmeistara. Það er því mikið undir í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%) Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Leikur eitt hjá Val og Grindavík hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á sömu stöð. En aftur af mikilvægi þess að vinna leikinn í kvöld. Saga síðustu ára gefur okkur næstum því bara eina niðurstöðu. Frá og með árinu 2011 hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari af þeim sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu. Það lið er lið ÍR frá 2019 sem vann KR í framlengdum fyrsta leik. ÍR vann þann leik í KR-húsinu og endurtók leikinn í leik þrjú. KR-ingar unnu aftur á móti báða leikina í Seljaskóla og tryggðu sér síðan titilinn með sigri á heimavelli í oddaleiknum. Öll hin ellefu liðin sem hafa unnið leik eitt hafa orðið Íslandsmeistarar. Þar á meðal eru lið Vals (2022) og Tindastóls (2023) sem unnu leik eitt þó með aðeins einu stigi undanfarin tvö ár. Báðir þeir leikir fóru fram á Hlíðarenda alveg eins og leikurinn í kvöld. Mikilvægi leiks eitt er síst að minnka. 69% sigurvegar leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á síðustu öld (1984-1999) og 64 prósent sigurvegara leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á fyrstu ellefu lokaúrslitum á nýrri öld (2000-2010). Nú er sigurhlutfallið komið upp í 92 prósent á síðustu tólf árum. Undanfarinn rúma áratug hefur sigur í fyrsta leik gefið skýr skilaboð um verðandi Íslandsmeistara. Það er því mikið undir í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%)
Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%)
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga