Ef þú kýst Höllu Tómasdóttur eða Jón Gnarr gætirðu verið að kjósa Katrínu! Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. maí 2024 16:00 Skoðanakannanir gefa til kynna, að aðeins Halla Hrund Logadóttir eða Katrín Jakobsdóttir hafi raunverulega möguleika á að ná kjöri. Þær eru einu frambjóðendurnir, sem eru með 25% vegið fylgi, eða meira. Það er liðið verulega á kosningabaráttuna, og er líklegt, að þeir, sem liggja nú í 20% fylgi, eða undir því, eigi ekki raunverulegan sjéns lengur. Þetta verður því að líkindum tveggja frambjóðenda kapphlaup, Halla Hrund gegn Katrínu, og brýnt, að menn geri upp við sig, hvorn þessara frambjóðenda þeir vilja styðja, því stuðningur við aðra frambjóðendur má telja sólundun atkvæðis. Hér kemst aðeins einn að! Ef menn vilja vera með í leiknum, verða þeir að velja einhvern þeirra, aðra hvora, sem í raunveruleikanum á möguleika. Ef menn veðja á „vonlausan hest“, kunna þeir í reynd, að vera að velja þann frambjóðanda, sem þeir vildu sízt! Vilja menn hafa áhrif, eða sætta þeir sig við dautt atkvæði? Líklegt er, að þeir, sem stutt hafa Höllu Tómasdóttur, eða Jón Gnarr, muni fremur styðja Höllu Hrund en Katrínu. Þessir kjósendur verða að gera upp við sig, hvort þeir vilji að Halla Hrund eða Katrín verði forseti. Ef menn ná ekki að tryggja sínum uppáhaldsframbjóðanda brautargengi, verður spurningin, hvort þeir eigi ekki að færa atkvæði sitt á þann „næst bezta“, sem þá á raunverulegan möguleika á, að vera kjörinn. Þeir, sem greiða frambjóðanda atkvæði, sem enga möguleika á á kjöri, sitja uppi með dautt atkvæði. Á forseti að vera hlutlaus, fulltrúi þjóðarinnar, eða pólitíkus? Flestir, sem nú ganga til kosninga um næsta forseta lýðveldisins, virðast sammála um, að forsetinn þurfi að vera jafn hlutlaus og verða má, og, að málefnaleg afstaða hans gagnvart stjórnmálunum sé tryggð. Ef stjórnmálin skyldu vilja fara aðra leið, en þjóðin, eða, ef forsetinn metur það svo, að stefna stjórnmálanna, í einhverju máli, fari ekki saman við hagsmuni landsmanna, þá geti og muni hann grípa inn í og leggja málið fyrir þjóðina. Forsetinn gegni þannig mikilvægu eftirlits- og öryggishlutverki. Helztu stjórnmálaflokkar landsins hafa verið Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Formenn þessara flokka eru enn ungir að árum, Bjarni Benediktsson 54ra ára og Sigurður Ingi 62ja ára. Guðmundur Ingi, sem tók við af Katrínu hjá Vinstri grænum 47 ára. Með þessum stjórnmálamönnum öllum, í þessum lengst af leiðandi flokkum, hefur Katrín unnið mjög náið í 6-7 ár. Má ætla, að náin tengsl, trúnaður og vinátta, hafi myndast milli hennar og þessara stjórnmálafélaga hennar. Sést það líka á verkunum, eða, öllu fremur, á öllum þeim miklu og margvíslegu málamiðlunum, sem þessir aðilar hafa sætzt á. Til að þau gætu haldið áfram saman, haldið áfram sinni nánu samvinnu. Hversu lengi á forseti að sitja? Ágætur núverandi forseti, Guðni Jóhannesson, ákvað að sitja aðeins í tvö kjörtímabil. Það kann að vera góður tími, nógu langur til að menn nái beztu mögulegu valdi á embættinu, geti líka náð því fram, sem þeir vilja leggja áherzlu á, en ekki það langur, að ferskir vindar nái ekki að blása regulega, og ekki með of löngu millibili, að og út frá Bessastöðum. Ef Katrín yrði kosin og sæti í tvö kjörtímabil, þó þau væru þrjú, má ætla, að sömu vinir hennar og fyrrum samherjar og mátar, Bjarni, Sigurður Ingi og Guðmundur Ingi, muni enn nokkuð dómínera stjórnmálasviðið í landinu. Væri það ákjósanleg staða, lesandi góður? Hvernig mætti Katrín í þessari stöðu rækja forsetaskyldur sínar af fullkomnu hlutleysi og út frá málefnunum einum sér!? Jafnvel þó að hún vildi það - en ég ætla henni ekki annað - næði hún því vart í framkvæmd. Samherja- og vinatengsl eru alltaf sterk, skilja eftir sig sín spor og spila sína rullu. Þeim verður ekki eytt. Fyrir mér kæmi með slíkum hætti upp óheilbrigð og vafasöm staða. T.a.m., þegar valið stæði milli stjórnmálamanna, sem veita ætti stjórnarmyndunarumboð. Þar væri engin raunverluleg armslengd til staðar! Halla Hrund – Katrín Jakobsdóttir? Halla Hrund býr yfir feikigóðri menntun, hérlendri og erlendri, auk umfangsmikillar starfsreynslu, á háu kunnáttu- og ábyrgðarstigi, líka hérlendis og erlendis. Hún er látlaus og alþýðleg, velviljuð og með góðan skilning á stöðu og möguleikum Íslands í heiminum. Hún er náttúru- og umhverfissinni – við eigum bara eina jörð – Íslendingur í hjarta sínu og, umfram allt, sjálfstæð og hlutlaus, óháð öllum stjórnmálaöflum landsins. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út í fyrstu umferð. Hún er auðvitað þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál sannfærandi og vel, með sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. Í handamáli eru þær á svipuðu róli. Þessi staða minnir mig á þann alþýðlega og tilgerðarlausa brag, sem var á Kristjáni Eldjárn, í samanburði við glæsilegan og málsnjallan stjórnmálamanninn Gunnar Tohoroddsen, í kosningunum 1968. En, þá þegar, fyrir meira en hálfri öld, skildi þjóðin nauðsyn þess, að forsetinn væri hlutlaus fulltrúi þjóðarinnar og kaus Kristján í embættið. Vigdís og Guðni fylgdu svo á sömu forsendum. Þessar forsendur hafa reynst vel, og þær ættu að gilda áfram! Þessvegna mæli ég með Höllu Hrund til forseta! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir gefa til kynna, að aðeins Halla Hrund Logadóttir eða Katrín Jakobsdóttir hafi raunverulega möguleika á að ná kjöri. Þær eru einu frambjóðendurnir, sem eru með 25% vegið fylgi, eða meira. Það er liðið verulega á kosningabaráttuna, og er líklegt, að þeir, sem liggja nú í 20% fylgi, eða undir því, eigi ekki raunverulegan sjéns lengur. Þetta verður því að líkindum tveggja frambjóðenda kapphlaup, Halla Hrund gegn Katrínu, og brýnt, að menn geri upp við sig, hvorn þessara frambjóðenda þeir vilja styðja, því stuðningur við aðra frambjóðendur má telja sólundun atkvæðis. Hér kemst aðeins einn að! Ef menn vilja vera með í leiknum, verða þeir að velja einhvern þeirra, aðra hvora, sem í raunveruleikanum á möguleika. Ef menn veðja á „vonlausan hest“, kunna þeir í reynd, að vera að velja þann frambjóðanda, sem þeir vildu sízt! Vilja menn hafa áhrif, eða sætta þeir sig við dautt atkvæði? Líklegt er, að þeir, sem stutt hafa Höllu Tómasdóttur, eða Jón Gnarr, muni fremur styðja Höllu Hrund en Katrínu. Þessir kjósendur verða að gera upp við sig, hvort þeir vilji að Halla Hrund eða Katrín verði forseti. Ef menn ná ekki að tryggja sínum uppáhaldsframbjóðanda brautargengi, verður spurningin, hvort þeir eigi ekki að færa atkvæði sitt á þann „næst bezta“, sem þá á raunverulegan möguleika á, að vera kjörinn. Þeir, sem greiða frambjóðanda atkvæði, sem enga möguleika á á kjöri, sitja uppi með dautt atkvæði. Á forseti að vera hlutlaus, fulltrúi þjóðarinnar, eða pólitíkus? Flestir, sem nú ganga til kosninga um næsta forseta lýðveldisins, virðast sammála um, að forsetinn þurfi að vera jafn hlutlaus og verða má, og, að málefnaleg afstaða hans gagnvart stjórnmálunum sé tryggð. Ef stjórnmálin skyldu vilja fara aðra leið, en þjóðin, eða, ef forsetinn metur það svo, að stefna stjórnmálanna, í einhverju máli, fari ekki saman við hagsmuni landsmanna, þá geti og muni hann grípa inn í og leggja málið fyrir þjóðina. Forsetinn gegni þannig mikilvægu eftirlits- og öryggishlutverki. Helztu stjórnmálaflokkar landsins hafa verið Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Formenn þessara flokka eru enn ungir að árum, Bjarni Benediktsson 54ra ára og Sigurður Ingi 62ja ára. Guðmundur Ingi, sem tók við af Katrínu hjá Vinstri grænum 47 ára. Með þessum stjórnmálamönnum öllum, í þessum lengst af leiðandi flokkum, hefur Katrín unnið mjög náið í 6-7 ár. Má ætla, að náin tengsl, trúnaður og vinátta, hafi myndast milli hennar og þessara stjórnmálafélaga hennar. Sést það líka á verkunum, eða, öllu fremur, á öllum þeim miklu og margvíslegu málamiðlunum, sem þessir aðilar hafa sætzt á. Til að þau gætu haldið áfram saman, haldið áfram sinni nánu samvinnu. Hversu lengi á forseti að sitja? Ágætur núverandi forseti, Guðni Jóhannesson, ákvað að sitja aðeins í tvö kjörtímabil. Það kann að vera góður tími, nógu langur til að menn nái beztu mögulegu valdi á embættinu, geti líka náð því fram, sem þeir vilja leggja áherzlu á, en ekki það langur, að ferskir vindar nái ekki að blása regulega, og ekki með of löngu millibili, að og út frá Bessastöðum. Ef Katrín yrði kosin og sæti í tvö kjörtímabil, þó þau væru þrjú, má ætla, að sömu vinir hennar og fyrrum samherjar og mátar, Bjarni, Sigurður Ingi og Guðmundur Ingi, muni enn nokkuð dómínera stjórnmálasviðið í landinu. Væri það ákjósanleg staða, lesandi góður? Hvernig mætti Katrín í þessari stöðu rækja forsetaskyldur sínar af fullkomnu hlutleysi og út frá málefnunum einum sér!? Jafnvel þó að hún vildi það - en ég ætla henni ekki annað - næði hún því vart í framkvæmd. Samherja- og vinatengsl eru alltaf sterk, skilja eftir sig sín spor og spila sína rullu. Þeim verður ekki eytt. Fyrir mér kæmi með slíkum hætti upp óheilbrigð og vafasöm staða. T.a.m., þegar valið stæði milli stjórnmálamanna, sem veita ætti stjórnarmyndunarumboð. Þar væri engin raunverluleg armslengd til staðar! Halla Hrund – Katrín Jakobsdóttir? Halla Hrund býr yfir feikigóðri menntun, hérlendri og erlendri, auk umfangsmikillar starfsreynslu, á háu kunnáttu- og ábyrgðarstigi, líka hérlendis og erlendis. Hún er látlaus og alþýðleg, velviljuð og með góðan skilning á stöðu og möguleikum Íslands í heiminum. Hún er náttúru- og umhverfissinni – við eigum bara eina jörð – Íslendingur í hjarta sínu og, umfram allt, sjálfstæð og hlutlaus, óháð öllum stjórnmálaöflum landsins. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út í fyrstu umferð. Hún er auðvitað þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál sannfærandi og vel, með sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. Í handamáli eru þær á svipuðu róli. Þessi staða minnir mig á þann alþýðlega og tilgerðarlausa brag, sem var á Kristjáni Eldjárn, í samanburði við glæsilegan og málsnjallan stjórnmálamanninn Gunnar Tohoroddsen, í kosningunum 1968. En, þá þegar, fyrir meira en hálfri öld, skildi þjóðin nauðsyn þess, að forsetinn væri hlutlaus fulltrúi þjóðarinnar og kaus Kristján í embættið. Vigdís og Guðni fylgdu svo á sömu forsendum. Þessar forsendur hafa reynst vel, og þær ættu að gilda áfram! Þessvegna mæli ég með Höllu Hrund til forseta! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun