Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé vanhæft til að takast á við aðstæðurnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 18:09 Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar. Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira