Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé vanhæft til að takast á við aðstæðurnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 18:09 Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar. Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira