Skautadrottningin Katrín Jakobsdóttir Einar Steingrímsson skrifar 21. maí 2024 11:01 Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun