Fremst meðal jafningja: Halla Tómasdóttir á Bessastaði Birna Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 11:32 Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að við nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að velja okkur forseta, að við kynnum okkur frambjóðendurna og fyrir hvað þeir standa. Ef þið eruð ekki sannfærð eða eruð ennþá óákveðin, gefið ykkur tíma til að skoða fyrir hvað Halla Tómasdóttir stendur og hverju hún hefur áorkað. Hún er óumdeild, farsæl, engum háð, og ekki flækt í vef íslenskra stjórnmála. Hún er með yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu bæði hér og erlendis, bæði sem frumkvöðull og stjórnandi. Hún hefur undanfarin ár varið kröftum sínum í að fá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi til að fara betur með auðlindir, fólk og fjármuni. Í því ljósi er Höllu Tómasdóttur annt um kynslóðajafnrétti, að okkar kynslóð skilji við umhverfið í a.m.k. jafn góðum eða betri aðstæðum fyrir yngri kynslóðir, svo þær geti gengið að þeim vísum og nýtt sér á sama hátt og við. Þessi vinna skilaði henni nýverið á lista Reuters fréttastofunnar yfir 20 framsæknustu kvenbrautryðjendur í loftslagsmálum á heimsvísu. Mér er hulið af hverju það náði ekki athygli íslenskra fjölmiðla. Á undanförnum vikum hefur Halla Tómasdóttir margfaldað fylgið sitt. Það er athyglisvert að eftir góða kosningu 2016 virðist hún hafa þurft að sanna sig upp á nýtt í hugum Íslendinga. Hún er á góðri leið með það sem verður að teljast mikið afrek. Það hefur verið ævintýri líkast að vinna að framboði Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur og finna meðbyrinn aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að Íslendingum er annt um hver verður næsti forseti og ætla að kynna sér frambjóðendur vel. Fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur má einmitt rekja til kjósenda sem hafa kynnt sér frambjóðendur vel, hafa gefið sér tíma til að hlusta á hana, kynnt sér fyrir hvað hún stendur og hverju hún hefur áorkað. Það er kominn tími til að kona fái lyklavöldin aftur á Bessastöðum og Halla Tómasdóttir er hæfust þeirra kvenna sem bjóða sig fram. Enginn frambjóðenda hefur viðlíka reynslu af atvinnulífi og menntamálum. Í könnun um daginn kom fram að heiðarleiki og einlægni séu þeir eiginleikar sem séu mikilvægastir í fari forseta Íslands. Ef þú kýst þessa mannkosti og bætir við ótæmandi ástríðu er Halla Tómasdóttir forsetinn þinn. Hún er líka skemmtileg og það er vanmetinn eiginleiki sem sæmir forseta okkar vel. Höfundur er grunnskólakennari.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun