Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 18:45 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýsfélags Akraness, segir orðið deginum ljósara að ekkert verði úr hvalveiðivertíð þessa árs. Vísir/Arnar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. „Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
„Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu.
Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54