Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 17:50 Mikill skortur á kjörgögnum kom í ljós þegar mætt var að kjósa. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma. Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma.
Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira